32

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Slysavarnadeildin Una í Garði

Slysavarnadeild kvenna í Garði.
Formaður Hildur Sigfúsdóttir.
Sími 868-5413
Netfang thidda@gmail.com

Deildin var stofnuð Þann 10. mars 1934. Stofnfélagar voru 32. Aðalhvatamenn að stofnun deildarinnar voru séra Eiríkur Brynjólfsson, Matthildur Finnsdóttir, Steinunn Steinsdóttir, Helga Þorsteinsdóttir og Una Guðmundsdóttir. Árið 1935 keypti deildin línubyssu og árið 1936 lét deildin byggja skýli yfir björgunartækin og var það staðsett á Garðskaga. Deildin keypti björgunarbát árið 1944 var byggt stærra skýli yfir hann í Gerðum og björgunartækin flutt í þangað. 

Fyrstu árin voru björgunartækin í umsjón Jóhannesar Jónssonar, Sigurbergs H. Þorleifssonar og Péturs Ásmundssonar. Var leitað til þeirra þegar beðið var um aðstoð. Slysavarnadeildin beitti sér fyrir því að stofnuð var formleg björgunarsveit 1969.

Árið 2005 var nafni deildarinnar breytt og heitir hún nú ÍSlysavarnadeildin Una og eru félagskonur 30. Helstu verkefni deildarinnar eru að afla fjár til stuðnings Björgunarsveitarinnar Ægis og að efla slysavarnir í Garðinum.

Fjáröflunarleiðir síðastliðin ár hafa verið kleinusala, kökubasar fyrir páska og sala á Sjómannadagsmerkjum auk Sjómannadagskaffis. Einnig sér deildin um útleigu á veislusal í Þorsteinsbúð, sem tekur 70 til 80 manns og er velbúinn tækjum og búnaði til veisluhalda.

Verkefni deildarinnar eru fjölbreytt: Glöggt er gests augað, Hjálmaskoðunog hjólaþraut fyrir grunnskólabörn Bílbeltaathuganir, 112 dagurinn.
            
Fundir eru haldnir einu sinni í mánuði frá september og fram í maí og eru nýjar konur ávallt velkomnar. Á fundum eru störf og verkefni rædd ásamt því að njóta samverunnar yfir góðum veitingum. Einnig stendur slysavarnakonum til boða að sækja ýmiss námskeið á vegum Björgunarskóla Landsbjargar. Aðalfundur er haldinn í byrjun apríl hvert ár en þá er farið yfir starfsárið og kosið í stjórn.

Í tilefni 80 ára afmælis Slysavarnadeildarinnar Unu 10. mars 2014 var saga deildarinnar tekin saman í stuttu máli og unnin út frá fundargerðum sem spanna þau 80 ár sem deildin hefur starfað. Þeir sem áhuga á að fá ágripið, geta nálgast það hjá formanni deildarinnar. 

 

Færðu mig upp fyrir alla muni!