2605

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Söguhús Unu Guðmundsdóttur

Stundum er sagt Að fortíð skal hyggja, þá framtíð skal byggja.

Ætli flestir gangist ekki við að í fortíðinni hvílir margt sem læra má af, geri okkur hæfari til framtíðar. Svo eru þar minningar, sem gott er að líta til. Við viljum fremur sjá til þess sem var jákvætt og uppbyggilegt. Það á við minningu um Unu Guðmundsdóttur, sem lengi bjó í húsinu Sjólyst í Garðinum. 

Tímans tönn færir okkur heim sannin um að fjölmargir vilja muna Unu og það sem hún stóð fyrir og hlú að minningu hennar. Til þess geta verið breytileg viðhorf. Margir minnast hennar sem læknamiðils og styrkgjafa, nutu hæfileika hennar þar. Aðrir minnast hennar frá uppvexti sínum sem veitandi einstaklings og áhrifavalds í góðum verkum í heimahögum.

Svo vill til að húsið Sjólyst, þar sem Una bjó stendur í ágætu ásigkomulagi. Húsið er merkilegt í sjálfu sér, fulltrúi húsa sem urðu til sinn hvoru megin við aldamót 1900, leystu torfbæina af hólmi. Þessi húsagerð er nú nánast alfarið horfin. Þau hafa verið rifin eða felld í nýrri byggingar. Stefán bróðir Unu hélt húsinu vel við á sínum tíma, síðar notaði Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Nesfiskur í Garði húsið og hélt því í ágæti ásigkomulagi. Þó það sé gamalt og þurfi viðgerða, má það standa um sinn án stórframkvæmda.

Hollvinasamtök Unu vilja halda minningu hennar á lofti. Það má gera með því að safna heimildum og setja upp heimili í húsinu Sjólyst sem líkist því sem var. Til eru munir úr fórum Unu. Hollvinir vinna að ýmsu til eflingar verkefninu. Húsið er opið á tilteknum tímum og fyrir hópa og haldnar hafa verið sagnasamkomur. 

Með verkefninu í heild verður jafnframt til efni og skráning atburða sem styðja við sögu um mannlíf í Garðinum. 

Í stjórn Hollvina Unu eru Guðmundur Magnússon, Jónína Hólm og Kristjana Kjartansdóttir. Í meðstjórn eru Erna M. Sveinbjarnardóttir, Þórhildur ída Þórarinsdóttir, Þórunn Þórarinsdóttir og Einar Jón Pálsson.

Þau og margir fleiri vilja leggja verkefninu lið.

Hollvinir Unu í Sjólyst

 

 

Una í Sjólyst, barnastúkan Siðsemd, söguhús Unu Guðmundsdóttur
Una í Sjólyst, barnastúkan Siðsemd, söguhús Unu Guðmundsdóttur
Una í Sjólyst, barnastúkan Siðsemd, söguhús Unu Guðmundsdóttur
Færðu mig upp fyrir alla muni!