2601

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Lista og menningarfélagið

Regnhlífasamtök fyrir alla lista- og menningarstarfsemi í Garði

Formaður er Bragi Einarsson
grafisk@simnet.is

Lista- og menningarfélagið var stofnað milli jóla og nýárs 2009, þann 29. desember Stofnfélagar voru rúmlega 30 manns sem mættu á fyrsta fundinn og var kosið í stjórn þau Bragi Einarsson, formaður, Dagmar Róbertsdóttir, gjaldkeri, Hrafnhildur Sigurðardóttir, ritari, Kristjana Kjartansdóttir og Guðmundur Magnússon, meðstjórnendur.

Allir geta orðið félagsmenn

Markmið félagsins er að vera regnhlífasamtök fyrir alla lista- og menningarstarfsemi í Garði, s.s. frjálsrar myndlistar, tónlistar, leiklistar, ljósmyndunar og handverksfólks í Garði og að efla listir og menningu og stuðla að opinni umræðu um listir og koma henni á framfæri. Halda uppi fræðslustarfsemi, svo sem námskeiðum og erindaflutningi og efna til skoðunarferða og efla safna- og sýningaheimsóknir. Það geta allir orðið félagsmenn sem áhuga hafa á listum og menningu og þeir sem stunda list- og menningarstarfsemi af hvaða tagi sem er. 

Námskeiðahald

Það er búið að halda nokkur myndlistarnámskeið og voru þau ágætlega sótt, en þar var kennd undirstaða í teikningu, myndbyggingu og grunnur að litafræði. Einnig hefur verið haldin barnanámskeið undir heitinu Listasmiðja barna undir stjórn Kristjönu Kjartansdóttur og Sólveigar Grånz og tókst það einstaklega vel.

Virkja sköpunarkraftinn

Unnið var að fjölbreyttri listsköpun, bæði í skólastofu Gerðaskóla og úti í náttúrunni og var markmiðið að kenna vinnubrögð og virkja sköpunarkraft hvers og eins. Var athygli barna vakin á formum, litum og hreyfingu í náttúrunni, einnig manngerðum og náttúrulegum hlutum, unnið við skissugerð og unnu svo stór myndverk út frá því sem þau höfðu tekið eftir. Fengu börnin að vinna í jarðleir, pappamassa, gera grímur og nota margs konar efnivið, s.s. þekjuliti, sand, trjágreinar, skeljar og fl. Var svo haldin sýning á Sólseturshátíð á verkum barnanna í Gerðakóla.

Hvetjum við sem flesta til að skrá sig til að efla starfsemina. 

 

 

 
Lista og menningarfélagið í Garði, Bragi Einarsson, listahornið
Lista og menningarfélagið í Garði, Bragi Einarsson, listahornið
Lista og menningarfélagið í Garði, Bragi Einarsson, listahornið
Lista og menningarfélagið í Garði, Bragi Einarsson, listahornið
Færðu mig upp fyrir alla muni!