30

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Lionsklúbburinn Garður

Hvað er Lions?

Lions er alþjóðasamtök félagslynds fólks sem kemur saman með reglubundnum hætti, einu sinni til tvisvar í mánuði yfir vetrartímann, sér og öðrum til ánægju og samkenndar. Starfið byggist á vináttu félagana og því að fást við verðug verkefni sem gaman er að beita sér fyrir í sinni heimabyggð, á landsvísu og á alþjóðavettfangi. Alþjóðakjörorð Lions er: Við leggjum lið ( We serve)

Af hverju að ganga í Lionsklúbb?

Einstaklingar, jafnt konur sem karlar ganga til liðs við Lions af mörgum ástæðum. það er staðreind að þeir sem finna sig innan Lions fá mikla reynslu af félagsstörfum, svo sem ræðumennsku, fundarsköpum og samstarfi við aðra, auk þess að kynnast góðum félagsskap, góðu fólki sem leggur góðum málum lið og uppsker ánægju og gleði í leik og starfi innan hreyfingarinnar. Á vegum Lionshreyfingarinnar fer fram mikil fræðslustarf sem gagnast öllum til þroska og uppbyggingar.

Margir ganga til liðs við Lions af hugsjón, eru félagar áratugum saman og njóta þess að vera í skemmtilegu starfi. Ef þú hefur áhuga á að vera með, settu þig þá í samband við stjórn Lionsklúbbsins í þínu byggðarlagi og kynntu þér hvað þar fer fram. Þú hefur allt að græða en engu að tapa, nema mjög skemmtilegu og þroskandi félagstarfi.

Komdu og vertu með!

Þórhallur Steinarsson, sími 864 3554.
Kjartan Steinarsson, sími 422 7944 og 898 6944.
Pálmi Hannesson, sími 897 7820 og 421 4929, tölvupósturpalmiha@simnet.is

Heimasíða Lions:
http://www.lions.is
 

Lionsklúbburinn Garður, Sveitarfélagið Garður, Gerðaskóli
Lionsklúbburinn Garður, Sveitarfélagið Garður,
Lionsklúbburinn Garður, Sveitarfélagið Garður, Hólmsteinn
Færðu mig upp fyrir alla muni!