28

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Kvenfélagið Gefn

Kvenfélagið Gefn.
Formaður; Herborg Hjálmarsdóttir s: 422 7154 / 864-1601

Félagið var stofnað 9. desember 1917. Gefn er félag kvenna sem búsettar eru í Garðinum og nágrenni. Um 90 félagskonur á öllum aldri, eru í félaginu (feb. 2015).

Aðal tilgangur kvenfélagsins Gefnar er að safna í sjóð til líknar og framfara í Útskálasókn, eins og segir í lögum félagsins. Félagskonur hafa ætíð verið duglegar að fylgja þessu markmiði eftir, og hafa látið mörg góð málefni til sín taka. Útskálakirkja hefur verið kvenfélaginu hugleikin frá upphafi og hafa félagskonur sýnt það í verki á margvíslegan hátt í gegnum árin. Leikskólinn Gefnarborg var stofnaður af kvenfélaginu á sínum tíma. Hann er okkur því einnig einkar kær og hefur notið þess á líkan hátt og kirkjan. Margvísleg líknarmál hefur félagið látið sig varða og eru félagskonur ætíð fúsar til að taka þátt í þörfum samfélagsins og gera sitt besta til að auðga það enn frekar.

Þó líknarstarfsemi sé megin markmið kvenfélagsins, þá gefa félagskonur sér tíma til að skemmta sér saman á ýmsan hátt. Iðulega fáum við virta fyrirlesara til að koma á fundi til okkar, og hafa erindi þeirra verið bæði fróðleg og skemmtileg. Félagskonur hafa farið í leikhús saman og 19. júní förum við í okkar árlegu dagsferð út fyrir Garðinn og hafa þessar ferðir alltaf skilað okkur góðum minningum. Konum utan félagsins er velkomið að koma með okkur í þessa ferð.

Til að gerast félagi í kvenfélaginu Gefn, þarf hlutaðeigandi kona að vera borin upp á félagsfundi af einhverri félagskonu, samkvæmt lögum félagsins. Félagsfundir eru haldnir einu sinni í mánuði á mánudagskvöldum frá október og fram í apríl. Við hvetjum allar konur til að kynna sér starfsemi kvenfélagsins Gefnar nánar, því það er gaman að vera í kvenfélagi.


 

Færðu mig upp fyrir alla muni!