2872

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Knattspyrnufélagið Víðir

Knattspyrnufélagið Víðir er stofnað 1936 og verður því 80 ára 2016. Eins og nafnið gefur til kynna var það stofnað í kringum knattspyrnuiðkun bæjarbúa og hefur starfsemi félagsins alla tíð síðan að mestu snúist um knattspyrnu. Þó hafa ýmsar aðrar íþróttir verið stundaðar til skemmri tími undir nafni félagsins. Frjálsar íþróttir voru blómlegar um tíma og einnig var æft og keppt í körfubolta í kjölfarið af því að Íþróttamiðstöðin opnaði í núverandi mynd.

Saga knattspyrnufélagsins er glæsileg. Meistaraflokkur félagsins hefur leikið í öllum deildum deildarkeppni KSÍ og frægðarsól félagsins reis án efa hæst þegar liðið vann sér rétt til þess að leika í efstu deild Íslandsmótsins 1985. Þar staldraði liðið við í þrjú leiktímabil og féll um deild haustið 1987. Sama haust spilaði félagið sinn stærsta leik til þessa er það komst í úrslitaleik Bikarkeppni KSÍ þar sem liðið atti kappi við Fram. Sá leikur tapaðist reyndar 5-0 en verður engu að síður lengi í minnum hafður, enda einsdæmi að félag frá svo litlu bæjarfélagi leiki til úrslita í Bikarkeppninni. Tveimur árum seinna lék félagið að nýju í efstu deild í eitt tímabil.

 

Knattpyrnufélag Víðis, fótbolti, Sveitarfélagið Garður, Víðisvöllur
Knattpyrnufélag Víðis, fótbolti, Sveitarfélagið Garður, Víðisvöllur
Knattpyrnufélag Víðis, fótbolti, Sveitarfélagið Garður, Víðisvöllur
Færðu mig upp fyrir alla muni!