2575

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Hollvinir Unu í Sjólyst

Markmið félagsins eru annars vegar að halda minningu Unu Guðmundsdóttur á lofti og safna heimildum um hana. Hins vegar er markmiðið að vernda Sjólyst og gera húsið að minjasafni og fræðasetri um dulræn málefni. Á safninu verða varðveittir mundir frá Unu og úr Gerðahverfinu. Endurbætur á húsinu hefjast vorið 2014.

Hver var Una?

Una í Sjólyst var þjóðþekkt kona á sinni tíð. Fólk kom víða að og leitaði liðsinnis hennar í málum þar sem veraldlegar úrlausnir þóttu ekki duga. Una sá um starf barnastúkunnar Siðsemd í áratugi, sat í fyrstu stjórn slysavarnadeildar kvenna í Garði. Var bókavörður við bókasafn ungmennafélagsins Garðars um langt skeið. Bókasafnið var á efri hæð hússins heima hjá henni í Sjólyst.

Nánari upplýsingar veitir formaður félagsins: Guðmundur Magnússon hollvinirunu@simnet.is

Söguhús Unu Guðmundsdóttur

 

 

 

 

 

Hollvinir Unu í Sjólyst, Una Guðmundsdóttir, Sjólyst, Garður
Steinn Erlingsson, stofnfundur Hollvina Unu í Sjólyst, Garður
Færðu mig upp fyrir alla muni!