2574

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Gamla prestsetrið á Útskálum

Garður er aðili að uppbyggingu Menningaseturs á Útskálum, en Útskálaprestssetrið er eitt elsta prestssetur landsins. Endurbygging hússins hefur mikið menningarsögulegt gildi. Nú er komið í ljós hve gamla prestssetrið að Útskálum er glæsilegt, það er hreint augnayndi að horfa heim að staðnum. Húsið hefur verið endurgert í upprunalegt útlit að utan, hver fjöl er sér sniðin og felld að heildinni.

Næsti áfangi er að endurgera innviði hússins svo að það þjóni þeim tilgangi sem til var ætlað. Það er að halda á lofti og segja sögu staðarins með margvíslegum hætti, sem skapar grundvöll fyrir menningartengdri ferðaþjónustu, sem koma mun sögu Útskálaprestakalls og prestssetra landsins á framfæri við innlenda og erlenda ferðamenn og komandi kynslóðir.

Prestsetrið á Útskálum, Menningasetrið á Útskálum, Útskálar
Prestsetrið á Útskálum, Menningasetrið á Útskálum, Útskálar
Færðu mig upp fyrir alla muni!