2938

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Fuglaflokkar

Fuglaflokkar

Sjófuglar Útaf Garðsskaga, í Garðssjó, eru straumaskil og þar er ávalt mikið af sjófuglum, bæði á flugi með ströndinni á leið inn eða út úr Faxaflóa, einnig í ætisleit útifyrir ströndinni.   Þetta er einn besti staðurinn til að skoða marga sjófugla, t.d. sjást skrofur allt sumarið og stormsvölur og gráskrofur sjást síðsumars. 

Umferðarfuglar/ fartími.  Mikil umferð farfugla er um Garðsskaga og koma farfuglar þar oft fyrst að landi.  Það er þó háð vindáttum hverju sinni, hvernig umferð fugla er háttað.  Vaðfuglar hafa viðdvöl í fjörum og sækja m.a. í þanghrannir, sumir á leið milli vetrarstöðva í Evrópu og Afríku og varpstöðva á Grænlandi og Íshafseyjum Kanada.  Talsverð umferð gæsa er um Garðsskaga, þó þær stansi venjulega stutt eða fljúgi aðeins framhjá.   Meðal sjaldséðari en reglulegra umferðarfugla má nefna smyril, ískjóa og sportittling.

Varpfuglar Allfjölbreytt fuglalíf er í Garði og um Suðurnesin.  Kría og æðarfugl eru algengustu varpfuglarnir, en margir mófuglar og endur verpa í kjörlendi við hæfi þar sem það er að finna.  Nokkur fuglabjörg eru á Reykjanesskaga, þau helstu eru Hólmsberg, Hafnaberg, Eldey og Krísuvíkurberg.

Vetrarfuglar Sjórinn við Suðurnes er hlýjasti sjór landsins og því eru grunnsævi og fjörur jafnan fullar af fuglum á veturna.   Æðarfugl er algengastur, en skarfar, máfar, stokkönd, hávella, nokkrir vaðfuglar og snjótittlingur eru einnig tíðir vetrargestir.  

Hrakningsfuglar Mikið af sjaldgæfum hraknings- eða flækingsfuglum hafa sést á og nærri Garðsskaga.  Þar taka fuglar, sem hrekjast vestan um haf, frá N-Ameríku, oft fyrst land.  Árlega bætast fáeinar nýjar tegundir við íslenska fuglalistann og hafa þær stundum sést á Garðsskaga.  Sem dæmi má nefna stepputrítil, vaðlatítu og grímuskríkju.

 
Færðu mig upp fyrir alla muni!