3872

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Vinnuskólinn að hefjast

4. júní

Þessa dagana eru grunnskólar að slíta sínu vetrarstarfi og nemendur á leið í langþráð frí. Hjá elstu árgöngunum tekur við vinna og annars konar afþreying, en í dag er atvinnuástand gott og flest ungmenni geta valið úr starfsmöguleikum, sem er ánægjulegt.

Forstöðumenn vinnuskólanna í Garði og Sandgerði settust niður snemma í vor og settu saman hugmynd að sameiginlegum vinnuskóla, og horfa fram á spennandi tilraunasumar sem örugglega á eftir að reyna lítillega á alla sem tengjast vinnuskólanum. Í undirbúningi vinnuskólans var lögð áhersla á að stilla fólk saman svo allir geri sér grein fyrir nýjum aðstæðum og átti sig á verkefninu framundan. Engar af hugmyndunum eða útfærslum eru meitlaðar í stein og vilja stjórnendur gjarnan fá sem flest viðhorf/sjónarhorn/ábendingar inn á sitt borð sem bætt geta sameinaðan vinnuskóla.

Hægt hefur gengið að ráða flokkstjóra og þegar þetta er skrifað, er aðeins búið að ráða hluta þess fjölda sem til stóð. Þetta hefur aðeins breytt upphaflegum áætlunum um útfærslu vinnuskólans, en stjórnendur og verkstjórar hafa unnið saman að lausnum og óvænt fengið fleiri stjórnendur, bara í síðustu viku, svo sumarið lítur betur út hvað vinnu ungmenna varðar en gerði fyrir um 10 dögum síðan.

Upplýsingar í meðfylgjandi skjali verða sendar öllum foreldrum efsta stigs grunnskólanna í tölvupósti.

 

Mynd af ungmennum í vinnuskóla Garðs að tyrfa fyrir utan Víðishúsið.
Færðu mig upp fyrir alla muni!