3721

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Vinnslutillaga vegna breytinga á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013-2030

30. ágúst

Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt að auglýsa vinnslutillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Garðs 2013-2030 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu skv. lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

Vinnslutillagan fjallar um breytta landnotkun (A) við Rósaselstorg, þar sem landnotkun er breytt úr athafnasvæði í verslunar- og þjónustusvæði, og (B) við Garðvang, þar sem svæði fyrir samfélagsþjónustu er breytt í svæði fyrir íbúðarbyggð. Samhliða er gerð tillaga að breytingu á (C) takmörkunum vegna hindrunarflata Keflavíkurflugvallar, en sú breytingartillaga er háð staðfestingu á Aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2013-2030.

Í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er þeim sem telja sig hafa hagsmuna að gæta gefinn kostur á að gera athugasemdir við vinnslutillöguna til 18. september n.k. Senda skal þær á:

  • Tölvupósti á skipulagsfulltrúa jonben@svgardur.is, eða
  • Bæjarskrifstofuna, Sveitarfélagið Garður, b.t. skipulags- og byggingarfulltrúa, Sunnubraut 4, 250 Garður.

Bæjarstjórn vonast til þess að sem flestir kynni sér vinnslutillögu breytingar á aðalskipulagi.

Öll gögn eru aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins (www.svgardur.is) og til sýnis á bæjarskrifstofum, Sunnubraut 4. Skipulags- og byggingarfulltrúi svarar spurningum um vinnslutillöguna fimmtudaginn 14. september milli kl. 15 og 17 á bæjarskrifstofunni.

Vinsamlegast hafið samband við undirritaðan ef óskað er frekari upplýsinga.

Virðingarfyllst,
 

Jón Ben. Einarsson, skipulags- og byggingarfulltrúi

 

 

 

 

 

 

Mynd af breytingartillögu á aðaskipulagi Sveitarfélagsins Garðs.
Færðu mig upp fyrir alla muni!