3651

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Vel mætt á íbúafund

23. febrúar

Góð þátttaka var á íbúafundi í gær þar sem rúmlega eitt hundrað íbúar mættu og tóku þátt í þeirri hugmyndavinnu sem lögð var fyrir fundarmenn.
Upplýsingarnar sem þar fóru á blað verða notaðar til að upplýsa íbúa ef farið verður í kosningar um sameiningu stjórnsýslunnar í Garði og Sandgerði.

Fundarmönnum var skipt í nokkra hópa sem settu upp ýmsar sviðsmyndir út frá fyrirfram gefnum forsendum.
Eftir þá vinnu svöruðu fundarmenn hvort auðveldar yrði að leysa eða framkvæma sviðsmyndirnar í sameiginlegu bæjarfélagi eða í aðskildum bæjarfélögum. Mjög mikilvægt innlegg frá íbúm í þá greiningu sem í gangi er.

Bæjaryfirvöld vilja þakka öllum sem mættu og lögðu hönd á plóg og minna jafnframt á fundinn í Sandgerði kl. 17:00 í dag í Vörðunni, en íbúum beggja bæjarfélaga er velkomið að mæta þar.

 

Mynd frá íbúafundi í Grunnskólanum í Garði þar sem sameining við Sandgerði var rædd.
Mynd af glæru sem kynnt var á íbúafundi í Garði. Sviðsmyndaglæra.
Mynd frá vinnu íbúa á íbúafundi í Garði 22. febrúar 2017.
Mynd af stjórnendum íbúafundarins í gær.
Færðu mig upp fyrir alla muni!