3739

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Vel heppnaðar Lýðheilsugöngur. Þakkir til stjórnenda.

8. október

Mikil og skemmtileg þátttaka var í Lýðheilsugöngunum í Garðinum, sem voru hluti af fjölbreyttri 90 ára afmælisdagskrá Ferðafélags Íslands, en fimm hópar tóku sig til og stóðu fyrir fimm göngum á fjórum miðvikudögum núna í september sl.

Starfsfólk íþróttamiðstöðvar reið á vaðið miðvikudaginn 6. september, kennarar Gerðaskóla leiddu göngu miðvikudaginn 13. september, Gefnarkonur sáu um göngu miðvikudaginn 20. september og starfsmenn félagsstarfsins Auðar og hreystihópur eldri borgara voru svo með tvær göngur, miðvikudaginn 27. september, þar sem elsti göngumaðurinn var 95 ára. Geri aðrir betur.

Eins og áður sagði var þátttaka góð og fjöldinn hátt í hundrað manns, sem tók þátt í þessum fimm göngum.

Lýðheilsufulltrúi Garðs þakkar kærlega þeim er svöruðu kallinu og skipulögðu göngu, þeim aðilum er leiddu göngurnar og einnig öllum þeim sem fræddu göngumenn um það skoðað var.
 

Á fésbókarsíðum Ferðafélagsins má sjá mikið af myndum frá Lýðheilsugöngum um allt land.

Mynd af kennimerki Lýðheilsugöngur 2017. Afmælisverkefni Ferðafélags Íslands.
Mynd af tveimur starfsmönnum Íþróttamiðstöðvar að vega salt.
Mynd frá Lýðheilsugöngunni 13.september, í Garðinum.
Mynd frá Lýðheilsugöngu Kvefélagsins í Garði, 20. september 2017.
Færðu mig upp fyrir alla muni!