3869

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Val á nafni bíður nýrrar sveitarstjórnar

28. maí

Þann 18. maí voru atkvæði talin í síðari umferð rafrænnar atkvæðagreiðslu um nafn á sameinað sveitarfélag Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs.

Á kjörskrá voru 2.692 og greiddu 5oo atkvæði, eða tæp 20%. Á kjörskrá voru allir íbúar með lögheimili í Sandgerði og Garði, fæddir 2001 eða fyrr, óháð þjóðerni og lengd búsetu.

Niðurstöður voru eftirfarandi:

Heiðarbyggð 176 atkvæði / 35%

Suðurbyggð 100 atkvæði /  20%

Auðir seðlar voru 224 / 45%

Atkvæðagreiðslan markar ákveðin tímamót í samráði við íbúa. Þetta er í fyrsta sinn sem atkvæðagreiðsla um nýtt nafn á sveitarfélag er rafræn. Í fyrsta sinn sem allir erlendir íbúar hafa atkvæðisrétt og í fyrsta sinn sem hægt er að skila auðu í rafrænni atkvæðagreiðslu.

Atkvæðagreiðslan er ráðgefandi fyrir nýja sveitarstjórn, en það er hennar að taka ákvörðun um nýtt nafn, í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga. Sveitarstjórnarráðuneytið skal að lokum staðfesta nafnið.

Mynd úr auglýsingu um nafnakosningu í Garði og Sandgerði
Færðu mig upp fyrir alla muni!