3779

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Garðs 2013-2030

28. desember

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Garðs 2013-2030
Rósaselstorg, Garðvangur og hindrunarfletir

Bæjarstjórn hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðs 2013-2030 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin snýr að því að gerð er tillaga að breyttri landnotkun við Rósaselstorg þar sem svæði fyrir athafnastarfsemi er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu, ásamt því að dregið er úr byggingarmagni við Rósaselstorg. Landnotkun við Garðvang, þar sem áður var hjúkrunarheimili, er breytt úr svæði fyrir samfélagsþjónustu í svæði fyrir íbúðarbyggð, í þeim tilgangi að finna svæðinu ný not. Þá er gerð breyting á takmörkunum hindrunarflata Keflavíkurflugvallar í samræmi við Aðalskipulag Keflavíkurflugvallar 2013-2030.

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi, ásamt umhverfisskýrslu verða aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins:

  • Greinargerð ásamt umhverfisskýrslu (tenging við gögn)
  • Þéttbýlisuppdráttur (tenging við gögn)
  • Sveitarfélagsuppdráttur (tenging við gögn)

Skipulagstillagan og umhverfisskýrsla verða til sýnis á bæjarskrifstofum, Sunnubraut 4, 250 Garður og hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7b Reykjavík.

Ábendingar og athugasemdir við tillögu skal senda til skipulagsfulltrúa á netfangið jonben@svgardur.is. Einnig er hægt að senda athugasemdir merktar „Breyting á Aðalskipulagi Garðs“ á, Sveitarfélagið Garður, Sunnubraut 4, 250 Garður.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til föstudagsins 16. febrúar 2018.

Bæjarstjórn vonast til þess að sem flestir kynni sér þá breytingu á landnotkun sem tillagan markar stefnu um.

Magnús Stefánsson, bæjarstjóri

 

                                                                                                                                             

 

 

Mynd úr skipulagsgögnum vegna tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Garðs.
Mynd úr skipulagsgögnum Garðs
Færðu mig upp fyrir alla muni!