3704

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Seinna íþrótta- og leikjanámskeið sumarsins að hefjast.

12. júlí

Mánudaginn, 17. júlí, fer af stað seinna leikjanámskeið sumarsins, fyrir 6 - 12 ára börn í Garðinum.

Sigurrós Ösp verður umsjónarmaður námskeiðsins. 

Námskeiðið stendur 10 virka daga, eða frá mánudeginum 17. júlí til föstudagsins 28. júlí.
Tími hvers dags er frá kl. 13:00-16:00 mánudag – fimmtudag, en frá kl.  09:00-12:00 á föstudögum.
Mæting er í Íþróttamiðstöðina alla daga nema að annað sé tekið fram.
Foreldrar geta fylgst með á facebook síðu námskeiðsins „Leikjanámskeið í Garði“ og jafnvel nýtt síðuna til samskipta við umsjónarmann.
Ýmislegt skemmtilegt verður gert á námskeiðinu en áætlun um dagskrá verður dreift við upphaf námskeiðs.

Þátttökugjald er 8.000 krónur, systkinaafsláttur er 50% af fullu gjaldi og geta foreldrar nýtt  Frístundastyrkinn frá bæjarfélagsinu upp í kostnað námskeiðs.

Skráning fer fram dagana 13. og 14. júlí í móttöku bæjarskrifstofu.

Frístunda- og menningarfulltrúi.

 

Mynd af krökkum liggjandi á stöndinni á Garðskaga, á leikjanamskeiði 2017.
Mynd af krökkum á leikjanámskeiði í Garði, júní 2017.
Mynd af fjórum köppum stæla vöðvana á leikjanámskeiði í Garði.
Færðu mig upp fyrir alla muni!