3700

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Sólseturshátíð hefst í dag.

22. júní

Sólseturshátíðin hefst formlega í dag, þótt tveir viðburðir hafi nú þegar farið fram.

Á þriðjudag stjórnaði Dagmar jógatíma í Íþróttamiðstöðinni og í gærkvöldi, miðvikudag, gekk stór hópur fólks með Herði Gíslasyni, fróðleiksgöngu um Garðinn þar sem Hörður sagði sögu húsa og ábúenda í inn Garði.

Í dag fimmtudadg kl. 17:00 opnar Lista- og menningarfélag Garðs sýningu í stóra sal á efri hæð húsnæðis bæjarskrifstofu að Sunnubraut 4, Sólseturshátíðarmótið í golfi hefst kl. 17:30 á Hólmsvelli í Leiru og geta þeir sem skráðir eru í golfklúbb skráð sig hér, en þeir sem ekki eru meðlimir í golfklúbb verða að hringja í starfsfólk golfskálans 421-4100 og skrá sig. Skráningu lýkur kl. 16:00 í dag.

Í kvöld kl. 20:00 stíga ungir tónlistarmenn á svið í Miðgarði, sal Gerðaskóla. Deginum verður svo lokað á Sóseturs-hjólaþrektíma (spinning).  Dagskráin heldur svo áfram út laugardaginn  24. júní, en alla dagskráliði má sjá með að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Stjórn Knattspyrnufélagsins Víðis er framkvæmdaraðili Sólseturshátíðar sem stendur formlega frá 22. - 24. júní, í ár.

Íbúar eru vonandi byrjaðir að skreyta hús sín, en vegleg verðlaun eru í boði fyrir best skreytta húsið í hverju hverfi. Listamaðurinn Ásta Óskarsdóttir gerði verðlaunasteinana.

Hvetjum við alla íbúa Garðs og fólk á Suðurnesjum til að taka þátt í þeim viðburðum sem boðið er upp á, en samkvæmt hávamálum er maðurinn félagsvera og þarf félagsskap og er eitt aðal markmið slíkra hátíða að hitta fólk og njóta samverustunda með því góða fólki sem maður hittir. 

Í fyrsta kafla Hávamála, Geðspeki, segir í 47. vísu.

Ungur var eg forðum,
fór eg einn saman:
þá varð ég villur vega.
Auðigur þóttumst
er eg annan fann:
Maður er manns gaman.
 


Auglýsingaborði af vef Víkurfrétta.

Kennimerki Sólseturshátíðar í Garði.
Mynd af hópnum sem tók þátt í fróðleiksgöngu Sólseturshátíðar 2017 að hlusta á Hörð Gíslason segja frá.
Verðlaunasteinar fyrir best skreyttu húsin í hverju hverfi á Sólseturshátíð í Garði, 2017. Listamaður Ásta Óskarsddóttir.
Færðu mig upp fyrir alla muni!