3670

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2017

10. apríl

Dagana 5. - 7. apríl sl. fór fram ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði sem UMFÍ stendur fyrir. Fulltrúar úr ungmennaráði Garðs, þau Helgi Líndal Elíasson, Helgi Þór Hafsteinsson og Viktoría Sól Sævarsdóttir sóttu ráðstefnuna sem alfarið er skipulögð og stjórnað af ungmennaráði UMFÍ.
Lítil sem engin aðkoma fullorðinna er að framkvæmd ráðstefnunar og m.a.s. mælst til að starfsmenn ungmennaráða taki ekki þátt í málefnavinnu, þó þeir megi fylgjast með þeim umræðum sem þar eiga sér stað.

Fyrsti dagur ráðstefnunar fór í ferðalag og að hrista hópinn saman en hópurinn var mættur á Hótel Laugarbakka klukkan fimm á miðvikudeginum.

Annar dagur ráðstefnunar hófst á setningu og fyrirlestri Ragnýar Þóru Guðjohsen um virkni ungs fólks í samfélaginu og hvernig sú virkni er að aukast. Næst var vinna í málstofum þar sem rædd voru málefni út frá ungu fólki, en málefnin voru: Stjórnsýslan – fjölmiðlar - skipulagsmál – menntamál – geðheilbrigðismál – atvinnumál.
Eftir málstofur settu ungmennin saman spurningar fyrir pallborðsumræður föstudagsins. Um kvöldið var svo hátíðarmálsverður og kvöldvaka þar sem hver hópur kom með skemmtiatriði.

Þriðji og lokadagurinn hófst á pallborðsumræðum þar sem í pallborði sátu Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ, Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra, Bjarni Jónsson bæjarfulltrúi í Skagafirði fyrir VG, Andrés Ingi Jónsson alþingismaður fyrir VG, Gísli Garðarsson fulltrúi VG í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar og Margrét M. Sigurðardóttir umboðsmaður barna. Ungmennin spurðu þau ýmissa spurninga og áttu gott samtal við fulltrúana.

Síðasta verkefnið var svo að ljúka gerð ályktunar, þar sem ungmennin breyttu, bættu og færðu í stílinn þar til endanleg ályktun var samþykkt. Ályktunin er svo send á sveitarstjórnir og Alþingi.

Að sækja slíka ráðstefnu er mikill skóli fyrir ungmenni en eitt helsta markiðið er að styrkja sjálfsímynd þátttakenda, efla þau í að taka þátt í lýðræðislegu starfi og að taka skynsamari ákvarðanir um eigin lífstíl.

Markmið fulltrúanna úr Garði með svona heimsókn er að efla starf ungmennaráðs hér í Garðinum með að eiga samtal við önnur ungmenni í ungmennaráðum og taka þátt í þeirri vinnu sem á þeim fer fram, en vel fór á með okkar fulltrúum og fulltrúum Reykjanesbæjar sem einnig voru á ráðstefnunni.

 

 

 

 

 

 


Mynd af fulltrúum ungmennaráðs ásamt æskulyðsfulltrúa Garðs á leið á ráðstefnu.
Mynd af þátttakendum Reykjaness í ráöstefnunni Ungt fólk og lýðræði 2017
Færðu mig upp fyrir alla muni!