3766

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Mikið að gerast í Garðinum um helgina.

1. desember

Um helgina verða margir viðburðir í Garðinum og fólk hvatt til að kíkja við og njóta saman.

Á laugardag og sunnudag verður jólamarkaður í Byggðasafninu á Garðskaga þar sem nokkrir listamenn af Suðurnesjum sýna og selja jólagjafir.

Á sunnudag, fyrsta í aðventu, verður messa kl. 14:00 í Útskálakirkju þar sem Kvenfélagið kemur að messunni.

Kvenfélagið er einnig með jólabasar á sunnudag, í Kiwanishúsi, frá kl. 15:00 - 17:00, ásamt kaffisölu.
Allur ágóði rennur í líknarsjóð félagsins.

Svo kl. 17:00 á sunnudag verða ljósin jólatré bæjarbúa kveikt af yngsta nemanda Gerðaskóla, og von er á góðum gestum þangað.

Mynd af auglýsingu um jólamarkað listamanna í Byggðasafninu á Garðskaga
Mynd af auglýsingu um viðburði í Garðnum á fyrsta í aðventu.
Færðu mig upp fyrir alla muni!