3658

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Málþing um rafrettur, mánudaginn 13. mars.

8. mars

Málþing um rafrettur verður haldið í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, mánudaginn 13. mars kl. 17.00 til 19.00, en málþinginu er ætlað að varpa ljósi á hvort rafrettan sé nýr lífsstíll eða óvægin markaðssetning sem beinist of mikið að ungmennum eða nýjum notendum rafretta.


Framsöguerindi verða tvö:

Guðmundur Karl Snæbjörnsson – Læknir, sérfræðingur í heimilislækningum. Eru rafrettur bylting í tóbaksvörnum?

Lára G Sigurðardóttir, MD. PhD – Læknir og fræðslustjóri Krabbameinsfélags Íslands. Eru rafsígarettur hættulegar?

Að erindum loknum verður opnað fyrir fyrirspurnir úr sal.

Fundarstjóri er Anna Taylor forvarnarfulltrúi Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Fundurinn er samstarfsverkefni Samsuð (samtaka félagsmiðstöðva á Suðurnesjum) og Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Fundurinn verður sendur út í beinni útsendingu á vf.is, tekinn upp og gerður aðgengilegur síðar á heimasíðu Víkurfrétta sem og skipuleggjenda.

Allir velkomnir.

 

Mynd af auglýsingu um Málþing um rafrettur sem fram fer í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Færðu mig upp fyrir alla muni!