3727

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Kosið um sameiningu Sandgerðisbæjar og Garðs, laugardaginn 11. nóvember nk.

6. september

Ákveðið hefur verið að fram fari kosning meðal íbúa
sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis þann 11. nóvember nk. um sameiningu sveitarfélaganna.

Snemma í sumar skipuðu bæjarstjórnir sveitarfélaganna 6 manna samstarfsnefnd um sameiningu og hefur nefndin skilað áliti ásamt skýrslu
þar sem fram koma ýmsar upplýsingar um málið.

Bæjarstjórnir sveitarfélaganna hafa eins og lög gera ráð fyrir tekið málið til umræðu á tveimur fundum. Á fundi bæjarstjórnanna í gær, 5. september, var tillaga samstarfsnefndar um kjördag staðfest.

Samkvæmt 4. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga skal kynning á tillögunni og forsendum hennar hefjast eigi síðar en tveimur mánuðum fyrir kjördag. 

Á heimasíðu sveitarfélaganna má nálgast kynningarefni um málið fram að kosningu. Skýrsla KPMG „Sameining sveitarfélaga – sviðsmyndir um mögulega framtíðarskipan sveitarfélaganna“ er nú aðgengileg á heimasíðunni undir sérstökum hnappi „Sameining sveitarfélaga – kynningarefni“.  Annað kynningarefni mun verða aðgengilegt á sama stað eftir því sem það verður birt.

Kosning  íbúa sveitarfélaganna fer samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna.  Athygli er vakin á því að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst þann 18. september hjá Sýslumönnum um allt land og í sendiráðum Íslands erlendis.

Íbúar sveitarfélaganna eru hvattir til að kynna sér málið, taka virkan þátt í atkvæðagreiðslunni þann 11. nóvember og hafa þannig áhrif á framtíðarskipan sveitarfélaganna.

 

 

Mynd af Reykjanesskaga þar sem Garður og Sangerði hafa verið merkt. Mynd fengin af vef RUV
Færðu mig upp fyrir alla muni!