3671

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Hreyfinámskeiði lokið.

11. apríl

Undanfarna vetur hefur Laufey Erlendsdóttir íþróttakennari, í samstarfi við æskulýðsnefnd bæjarins, verið með hreyfistundir fyrir yngstu börnin á laugardagsmorgnum hér í íþróttahúsinu í Garði.

Mikil aðsókn er í þessar samverustundir þar sem foreldrar koma með krílin sín og ganga með þeim í gegnum alls kyns þrautir sem Laufey leggur upp.

Síðasta laugardag lauk enn einu námskeiðinu og vill æskulýðsnefnd þakka Laufey samstarfið í vetur og vonar innilega að áframhald verði á.

Sjá má myndir frá námskeiðunum á fésbókarsíðu námskeiðsins.

Mynd af Laufey, leiðbeina ungum krökkum á hreyfinámskeiði.
Mynd af móður aðstoða son sinn í jafnvægisgöngu á hreyfinámskeiði í íþróttahúsinu í Garðinum.
Færðu mig upp fyrir alla muni!