3732

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Heilsu- og forvarnarvika á Suðurnesjum

15. september

Vikuna 2- 8. október næstkomandi verður haldin Heilsu- og forvarnarvika á Suðurnesjum.

Markmiðið með heilsu- og forvarnarvikunni er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa og því er leitað til ykkar. 

Vonast er til að fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök, íþróttafélög og deildir og ýmis tómstundafélög í öllum fimm bæjarfélögunum á Suðurnesjum, taki virkan þátt í verkefninu og bjóði bæjarbúum upp á fjölbreytta og heilsutengda viðburði, tilboð á heilsusamlegum vörum, kynningum og öðru slíku, sem höfðar til sem flestra íbúa, þessa vikuna.

Þeir aðilar sem hyggja á þátttöku og vilja komast inn á viðburðadagatal vikunnar í Víkurfréttum, þurfa að skila lýsingu/upplýsingum/dagskrá til forvarnarfulltrúa í sínu sveitarfélagi fyrir 22. september nk.
Sjá netföng forvarnarfulltrúa í meðfylgjandi mynd.  (Í auglýsingu hér til hliðar á síðunni)

Með von um góða þátttöku.

Forvarnarfulltrúi í Garði.
gudbrandurjs@svgardur.is

 

Mynd af auglýsingu um Heilsu og forvarnarviku á Suðurnesjum sem fram fer 2. - 8. október 2017
Færðu mig upp fyrir alla muni!