3757

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Fundarboð: Ungmennaráðs Garðs býður ungum kjósendum í Garði til umræðufundar, um sameiningu Garðs og Sandgerðis.

31. október

Ungmennaráð Garðs býður ungum kjósendum í Garði til umræðufundar, fimmtudaginn 2. nóvember kl. 19:30 - 20:30 í sal Gerðaskóla, um hvort skynsamlegt sé að sameina sveitarfélögin Garð og Sandgerðisbæ, en kosning um sameiningu verður laugardaginn 11. nóvember n.k.

Ráðið er skipað ungmennum úr Garði sem vilja gjarnan sjá yngstu kjósendurna í bæjarfélögunum kynna sér kosti og galla sameiningar og ekki síður að mæta á kjörstað og segja sína meiningu í því máli.

Gestur fundarins verður Magnús Stefánsson bæjarstjóri.

Ungmennaráðið hvetur alla unga kjósendur í Garði til að koma í Gerðaskóla á fimmtudagskvöld og kynna sér hvað valdi því að bæjaryfirvöld í Garði og Sandgerði hafi ákveðið að leggja til að sveitarfélögin verði sameinuð í eitt, og taka þátt í umræðum um þá hugmynd.

Þó markhópur ungemennaráðsins sé ungt fólk, eru engin aldurstakmörk og allir velkomnir á fundinn.

Ungmennaráð Garðs.

Mynd af Reykjanesskaga þar sem Garður og Sandgerði eru dregin fram.
Mynd sem klippt var út úr upplýsingasíðu um Garð og Sandgerðisbæ.
Færðu mig upp fyrir alla muni!