3662

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Fulltrúar ungmennaráðs á ráðstefnu.

20. mars

Föstudaginn 17. mars fór fram, á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík, ráðstefnan "Raddir ungs fólks skipta máli - þróun og framtíð ungmennaráða á Íslandi", en ráðstefnan er haldin af Evrópu unga fólksins í samtarfi við Samband Íslenskra sveitarfélaga, Samfés, Umboðsmann barna og UMFÍ.

Ungmennaráð Garðs átti sína fulltrúa á ráðstefnunni, þá Ronnel Hauk Viray og Óskar Nikulás Sveinbjarnarson, en ungmennráðið í Garði er auk þeirra skipað þeim, Bergsteini Erni Ólafssyni, Guðlaugi Jóhanni Hilmarssyni, Halldóri Gisla Ólafssyni, Helga Líndal Elíassyni, Helga Þór Hafsteinssyni, Oliviu A.C. Apas og Viktoríu Sól Sævarsdóttur.

Dagskrá dagsins var tvískipt, fyrir hádegi voru fyrirlestrar um starf ungmennaráða í Svíþóð, um hlutverk starfsmanna/umsjónarmanna ungmennaráða, um lagaumhverfi stjórnsýslunnar út frá starfi ungmennaráða á Íslandi og síðast en ekki síst um nýstofnað Ungmennaráð Íslands sem stofnað var í janúar sl. 

Ungmennaráð Íslands eru fyrstu frjálsu félagasamtökin sem stofnuð eru af ungu fólki fyrir ungt fólk, án allrar aðkomu fullorðinna aðstoðarmanna. Ráðið er stofnað að nokkrum ungmennum sem sitja eða hafa setið í ungmennaráðum sveitarfélaga og er byggt á hugmyndum um Ungmennaráð Svíþjóðar. Ráðinu er hugsað að verða regnhlífarráð fyrir ungmennaráð í sveitarfélögum á Íslandi og er ekki tengt neinum aðilum eða stofnunum og verður einungis fjármagnað af styrkjum sem sóttir verða í hvert verkefni ráðsins.

Seinni hluti ráðstefnunnar fór fram í svokölluðum málstofum sem sumar voru einungis fyrir ungmenni eða starfsmenn og einhverjar fyrir báða hópa. 

Svona ráðstefnur veita þeim sem þær sækja mikinn innblástur sem nýtast mun í starf ungmennaráðsins hér í Garðinum.

Sveitarfélagið Garður greiðir allan kostnað fyrir fulltrúa ungmennrráðsins sem fellur til við þátttöku í slíku "námskeiði" sem slíkar ráðstefnur eru.

Mynd af fulltrúum ungmennaráðs Garðs, Óskari og Ronnel á ráðstefnu 17. mars sl. á Hilton Nordica.
Mynd af Óskari og Ronnel að skoða gögn ráðstefnunnar. Raddir ungs fólks skipta máli.
Mynd af einni af glærum ráðstefnunnar Raddir ungs fólks skipta máli.
Færðu mig upp fyrir alla muni!