3667

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Frístunda-, menningar- og lýðheilsufulltrúi.

31. mars

Bæjarráð hefur samþykkt starfslýsingu og starfsheiti Frístunda-, menningar-og lýðheilsufulltrúa sveitarfélagsins.  Fyrra starfsheiti var Íþrótta-og æskulýðsfulltrúi, sem Guðbrandur J Stefánsson hefur haft með höndum undanfarin ár.  Sú breyting varð á starfinu um sl. áramót að verkefni í þágu Knattspyrnufélagsins Víðis færðust frá Íþrótta-og æskulýðsfulltrúa til félagsins.  Með því skapaðist svigrúm til þess að fela Íþrótta-og æskulýðsfulltrúa verkefni á sviði menningarmála, en undanfarin ár hefur enginn starfsmaður sveitarfélagsins haldið sérstaklega utan um menningarmálin.

Skírskotun til lýðheilsu í starfsheitinu á m.a. við um verkefni á sviði íþrótta, forvarna og æskulýðsmála almennt, auk þess sem um er að ræða félags-og tómstundastarf eldra fólks og öryrkja.  Það er nýjung að vísa til lýðheilsu í slíku starfsheiti hjá sveitarfélaginu, en þess má geta að um þessar mundir eru sveitarfélög m.a. að fjalla um og vinna að ýmsum þáttum varðandi lýðheilsu almennt.

Frístunda-, menningar-og lýðheilsufulltrúa er óskað áframhaldandi velfarnaðar í sínum störfum og eru bundnar sérstakar vonir við hans nýju verkefni á sviði menningarmála.

Mynd af Guðbrandi, frístunda- menningar og lýðheilsufulltrúa Garðs.
Færðu mig upp fyrir alla muni!