Dagur tónlistarskólanna.

6. febrúar

Dagur tónlistarskólanna er haldin árlega annan laugardag í febrúarmánuði. Þá efna tónlistarskólarnir út um allt land til hátíðar, hver á sínum stað.

Meðal viðburða má nefna opið hús, tónleika, hljóðfærakynningar og ýmis konar námskeið. Þá heimsækja nemendur einnig aðra skóla, vinnustaði og heilbrigðisstofnanir í þeim tilgangi að flytja tónlist.

Í ár er Dagur tónlistarskólanna laugardaginn 11. febrúar.

Við í Tónlistarskólanum í Garði höldum hátíðartónleika eins og undanfarin ár í tilefni dagsins kl.11 og munu tónleikarnir fara fram í Miðgarði sal Gerðaskóla.

Við vonumst til að sjá sem flesta.  Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá og allir velkomnir.

Skólastjóri tónlistarskólans.

Mynd af krökkum frá tónlistarskóla Garðs, spila á sviðinu í Gerðaskóla.
Færðu mig upp fyrir alla muni!