3657

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Breyting á aðalskipulagi Garðs, 2013-2030. Auglýsing um lýsingu skipulagsverkefnis.

8. mars

Sveitarfélagið Garður hefur ákveðið að vinna að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Um er að ræða breytingu á landnotkun við Rósaselstorg og Garðvang, ásamt breytingum á hindrunarflötum flugumferðar.

Í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana kynnir Sveitarfélagið Garður lýsingu skipulagsverkefnis.  Lýsingin verður aðgengileg á heimasíðu Sveitarfélagsins Garðs, www.svgardur.is.

Þess er óskað að fá ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna eigi síðar en 9. apríl n.k. Þær skal senda með tölvupósti á skipulagsfulltrúa, jonben@svgardur.is eða á bæjarskrifstofur sveitarfélagsins, Sunnubraut 4, 250 Garður, b.t. skipulagsfulltrúa.


Jón Ben Einarsson
Skipulagsfulltrúi Sveitarfélagsins Garðs.

Mynd í litum af fyrirhuguðum breytingum á aðalskipulagi Garðs.
Færðu mig upp fyrir alla muni!