3762

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Auglýsing um nýjar deiliskipulagstillögur í Garði

8. nóvember

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs samþykkti á fundi sínum þann 1. nóvember 2017, í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa eftirfarandi deiliskipulagstillögur.

Tillaga að deiliskipulagi íbúðasvæðis ofan Skagabrautar og uppfærsla á deiliskipulagi við Útgarð (Búmannasvæði)

Í tillögunni, dags. 5. október 2017, felst uppbygging íbúðarhúsnæðis sunnan Skagabrautar og uppfærsla á núverandi deiliskipulagi við Útgarð (Búmannasvæði o.fl.).
Alls er um að ræða 62 íbúðir í 44 húsum.
Sjá svæði auðkennt ÍB10, ÍB6, ÍB8, ÍB11 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013 - 2030. Þá er umhverfi og minjum við Skagagarð gert til góða s.s. með merkingum við aðkomu, auðkennt MV3 í aðalskipulagi.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðasvæðis ofan Garðvangs – Teiga- og Klapparhverfi

Í tillögunni, dags. 1. september 2017, felst endurskoðun á hluta íbúðasvæðis Teiga- og Klapparhverfis með það að markmiði að mæta þörf fyrir minni og hagkvæmari íbúðir.
Í breyttri deiliskipulagstillögu af þessum hluta hverfisins er gert ráð fyrir alls 101 íbúð í 45 húsum sem er fjölgun um 45 íbúðir frá sama hluta af samþykktu skipulagi.
Sjá svæði auðkennt ÍB9 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013 - 2030.

Kynningargögn um tillögunar eru aðgengilegar rafrænt:

Íbúðasvæði ofan Skagabrautar:

Íbúðasvæði ofan Garðvangs:

Tillögurnar er einnig hægt að skoða á  Bæjarskrifstofu Garðs, Sunnubraut 4, virka daga kl. 9:30 – 15:00 frá 8. nóvember til og með 21. desember 2017.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til sviðsstjóra skipulags- og byggingarmála eða á netfangið jonben@svgardur.is, eigi síðar en 21. desember 2017.

Garði 7. nóvember 2017

Skipulagsfulltrúi Garðs

 

Mynd af skipulagstillögu bæjarstjórnar
Mynd af skýringum með breytingartillögu á deiliskipulagi Garðs.
Færðu mig upp fyrir alla muni!