3755

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar, laugardaginn 11. nóvember 2017

9. nóvember

Atkvæðagreiðsla íbúa Sveitarfélagsins Garðs um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar fer fram laugardaginn 11. nóvember 2017.

Kosið er í Gerðaskóla.
Kjörstaður í Gerðaskóla opnar kl. 9:00 og lokar kl. 22:00. Sérstök athygli er vakin á því að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði.

Kjörskrá
Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu Sveitarfélagsins Garðs að Sunnubraut 4, almenningi til sýnis frá miðvikudeginum 1. nóvember fram að kjördegi.
Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá.
Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs.

Kjörstjórn Sveitarfélagsins Garðs.

 

Mynd af forsíðu skýrslu KPMG um stöðu Garðs og Sandgerðis.
Mynd af formlegri tilkynningu um kosningar um samfeiningu.
Færðu mig upp fyrir alla muni!