3725

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Allir út að ganga með Ferðafélagi Íslands.

4. september

Nú í september ætlum við í Garðinum að taka þátt í afmælisverkefni Ferðafélags Íslands, Lýðheilsugöngur.  FÍ fagnar 90 ára afmæli á árinu og eru lýðheilsugöngur í sveitarfélögum einn af stærri viðburðum félagsins á afmælisárinu.

Nú þegar hafa þrír hópar tekið að sér að standa fyrir göngu einn miðvikudag í september og verður fyrsta gangan núna á miðvikudag, 6. september, í umsjón starfsfólks Íþróttamiðstöðvar.

Göngurnar hefjast kl. 18:00 næstu fjóra miðvikudaga og er miðað við að hver ganga taki um  60-90 mínútur. Síðasta miðvikudag mánaðarins verða tvær göngur, kl. 16:00 og 18:00.

Miðvikudaginn 6. september hefur starfsfólk íþróttamiðstöðvar skipulagt göngu. Guðríður Brynjarsdóttir íþróttakennari leiðir gönguna. Gangan hefst við Íþróttamiðstöðina og verður gengið innanbæjar í Garðinum og léttar æfingar gerðar á vel völdum stöðum. Göngu lýkur á stuttum jógatíma við íþróttamiðstöð.

Miðvikudaginn 13. september hefur starfsfólk Gerðaskóla tekið að sér skipulag göngunar. Magnús H. Guðmundsson kennari við Gerðakskóla leiðir gönguna þann daginn. Gengið verður frá Gerðaskóla að upphafi Skagagarðsins, komið við hjá rústum Skálareykja, gengið fram hjá Útskálakirkju og inn Gerðabakkann. Göngu lýkur við Gerðaskóla.

Miðvikudaginn 20.september ælta kvenfélagskonur að ganga um Garðinn og heimsækja staði sem tengjast sögu kvenfélagsins Gefnar hér í Garði. Kvenfélagið fagnar 100 ára afmæli á árinu, en stofndagur félagsins er 9. desember 1917. Mæting í gönguna er við Kiwanis húsið að Heiðartúni 4, kl. 18:00.

Miðvikudaginn 27. september ætla heldri borgarar að sjá um tvær göngur. Sú fyrri verður leidd af umsjónarmönnum Auðarstofu en sú seinni af hreystihóps aldraðra í Garðinum, en sá hópur gengur saman í Garðinum tvisvar í viku að jafnaði.

Fyrri ganga dagsins hefst við gamla vitann á Garðskaga kl. 16:00. Gengið verður göngustíginn með kambinum að Úskálakirkju. Ingibjörg og Sigurborg Sólmundardætur leiða þá göngu, en Ásgeir Hjálmarsson mun fræða þátttakendur um síðustu ferð MS Goðafoss, sem endaði utan við Garðskagann þegar þýski herinn sökkti skipinu.

Kl. 18:00 þann sama dag ætlar hreystihópurinn í Garði að fara frá bílaplani Hólmsvallar í Leiru og fræða þátttakendur um Prestvörðuna í móanum fyrir ofan golfvöllinn.

Allir íbúar í Garði eru hvattir til að koma út að ganga og taka þátt í skemmtilegum viðburði.

 

Mynd af netsíðu Ferðafélags Íslands. Lýðheilsugöngur
Mynd frá viðburði við íþróttamiðstöðina í Garði.
Mynd af eldri borgurum í Garði í göngu.
Færðu mig upp fyrir alla muni!