3697

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Þjóðhátíðardagur og kvennahlaup.

14. júní

Þjóðhátíðardagskrá í Garði.
Um helgina er þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga, 17.júní, og verður mikil dagskrá í tilfefni dagsins hér í Garðinum.
Dagskráin hefst kl. 13:00 í Útskálakirkju með stuttri þjóðhátiðarmessu þar sem séra Bára Friðriksdóttir messar. Eftir messu er gengið í skrúðgöngu frá kirkju og yfir í skólann þar sem skemmtidagskrá og kaffisala stendur frá kl. 14:00 - 16:00.

Hátiðardagskrána hafa foreldrar verðandi 10. bekkjar nemenda í Gerðaskóla séð um, en hópurinn sér einnig um kaffisöluna og annað skemmtilegt sem boðið verður upp á. 

Dagskrá 17. júní í Garðinum.
 

Kvennahlaupið í Garðinum.
Á sunnudag fer svo fram um allt land kvennahlaup ÍSÍ. Við hér í Garðinum ætlum ekki að láta okkar eftir liggja og tilvalið fyrir fjölskyldur að mæta saman og skokka þessar stuttu vegalengdir, en boðið er upp á að hlaupa 2km., 3,5km. og 5km. og ræður hver sínum hraða. 

Upphitun hefst kl. 10:45 undir stjórn Gauju íþróttakennara og hlaupið sjálft kl. 11:00. Fólk er hvatt til að skrá sig tímanlega, en þátttökugjaldið er 2000kr. fyrir fullorðna og 1000kr. fyrir 12 ára og yngri og fylgir bolur hlaupsins gjaldinu.

Facebooksíða Íþróttamiðstöðvar.

Konur, karlar og börn, tökum þátt og njótum saman rólegrar og góðrar hreyfingar.

Mynd af skrúögöngustjórum á 17. júní 2015 í Garðinum.
Dagskrá 17. júní
Kvennahlaupsbolurinn 2017.
Færðu mig upp fyrir alla muni!