3735

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Útsvar í kvöld, föstudaginn 29. september.

29. september

Lið okkar Garðmanna hefur keppni í kvöld í spurningakeppni RUV, Útsvari, en lið okkar skipa þau Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson, Elín Björk Jónasdóttir og Jón Bergmann Heimisson.

Þau eru öll jafnaldrar og gengu saman í bekk í gegnum Gerðaskóla á sínum tíma, og þekkjast því vel, sem við vonum að gefi þeim forskot í keppninni.

Ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, nú í fyrstu umferð, en mótherji okkar í kvöld verður lið Grindavíkur sem hefur átt góðu gengi að fagna í keppninni og sigraði keppnina vorið 2012. Lið Grindavíkur er þó nokkuð breytt frá í fyrra.

Sendum okkar fólki alla okkar gáfustrauma og óskum þeim góðs gengis í kvöld.

Útsendingin hefst klukkan 20:10 á RUV.

Spennandi.

Mynd af þremur keppendum Garðs í spurningakeppninni Útsvari 2017.
Mynd af fulltrúum Garðs í spurningakeppni RUV, Útsvari, 2017.
Færðu mig upp fyrir alla muni!