Fólk með fötlun
Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar Sv. Garðs og Voga ber ábyrgð á þjónustu við fatlað fólk, stefnumótun, framkvæmd þjónustunnar og eftirliti með henni. Fatlað fólk á rétt á allri almennri þjónustu sveitarfélaganna en sé þjónustuþörf meiri er sértæk þjónusta veitt. Í lögum um málefni fatlaðst fólks segir: Einstaklingur á rétt á þjónustu samkvæmt lögum þessum sé hann með andlega eða líkamlega fötlun og þarfnist sérstakrar þjónustu og stuðnings af þeim sökum. Hér er átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón- og heyrnarskerðingu. Enn fremur getur fötlun verið afleiðing af langvarandi veikindum, svo og slysum.
Þjónusta við börn og fjölskyldur þeirra
- Sérfræðiráðgjöf og stuðningur við fötluð börn og foreldra þeirra
- Akstursþjónusta
- Félagsleg liðveisla
- Stuðningsfjölskyldur
- Skammtímavistun
Þjónusta við fullorðna
- Sérfræðiráðgjöf og stuðningur við fatlað fólk og foreldra fatlaðra barna
- Akstursþjónusta
- Félagsleg liðveisla
- Félagsleg heimaþjónusta
- Hæfing
- Atvinnumál/VMST
- Sérhæfð búseta
- Björgin
- Styrkir
- Umönnunargreiðslur
Sveitarfélagið Garður er aðili að "Aðgegni fyrir alla" og má finna upplýsingar um það hér
Nánari upplýsingar um þjónustu við fatlað fólk veita starfsmenn félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Voga í síma 420 7555.

