34

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Byggðasafnið á Garðskaga

Byggðasafnið á Garðskaga er áhugavert safn muna sem tengjast lífi og störfum Garðbúa í gegnum tíðina. Vélasafn Guðna Ingimundarsonar er merkilegt safn véla sem hann hefur gert upp og eru allar gangfærar. Einnig er þar gott safn muna úr fiskvinnslu og sjósókn, auk heimilisbúnaðar og áhalda sem notuð voru við bústörfin fyrr á tímum. Við Lambastaði er gamalt sjóhús, lendingarvör og söguskilti sem vert er að skoða. Allar lendingarvarir eru merktar og einnig gamlar bæjartóftir víðs vegar um Garðinn. Kennsluverkefni eru aðgengileg til útprentunar á heimasíðu safnsins og nýtast þau vel við safnafræðslu leik- og grunnskólabarna. 

Sumartími:

Opnunartími safns yfir sumartímann,  frá 1. apríl til 31. október, er frá kl. 11:00 - 20:00, sjö daga vikunnar.

Vetrartími:

Safnið er lokað á veturna en tekið er á móti hópum sem panta heimsóknartíma. 
Vinsamlega hafið samband við Jóhann Ísberg til að panta móttöku fyrir hópa í síma 422-7220/ 893-8909 eða með tölvupósti: johann@gardskagi.com

Safnstjóri: Guðbrandur J. Stefánsson, menningarfulltrúi Garðs.
Netfang: gudbrandurjs@svgardur.is

 

 

Byggðasafnið á Garðskaga, Vélasafnið, bátar, sjóminjar
Byggðasafnið á Garðskaga, búskapur, traktor
Byggðasafnið á Garðskaga, Guðni Ingimundarson, vélasafn
Færðu mig upp fyrir alla muni!