79

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Björgunarsveitin Ægir

Björgunarsveitin Ægir.
Þorsteinsbúð - Gerðavegi 20b.
Sími: 422 7263 Fax 422 726.
Netfang: aegir@aegirgardi.is 
Björgunarsveitin á facebook.


Formaður. Ingólfur E. Sigurjónsson.
Sími. 860-5111
Netfang. ingolfur@aegirgardi.is


Neyðarsími: 862-9800

Liðin eru 80 ár frá því Björgunarsveitin Ægir var stofnuð fyrir tilstuðlan Jóhannesar Jónssonar frá Gauksstöðum. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og er starfið hjá Björgunarsveitinni Ægi í miklum blóma og er stór hópur einstaklinga héðan úr Garðinum og víðar af Suðurnesjum sem kemur að starfinu. Um 20 menn eru virkir í útköllum sveitarinnar og þátttaka í félagsstarfinu er góð og hefur farið vaxandi síðustu misseri.

Helstu viðfangsefni sveitarinnar eru leit og björgun við strendur Íslands, leit og björgun á landi, þátttakendur í skipulagi Almannavarna Ríkisins. Einnig tekur sveitin að sér ýmis verkefni vegna fjáraflana. Björgunarsveitin Ægir hefur komið sér vel fyrir í Þorsteinsbúð, björgunarstöðinni að Gauksstöðum í Garði. Þar er félagsaðstaða Björgunarsveitarinnar Ægis, Slysavarnadeildarinnar Unu í Garði og Unglingadeildarinnar Ránar.

Ein helsta fjáröflun Björgunarsveitarinnar Ægis er útleiga á geymslum fyrir tjaldvagna, fellihýsi og húsbíla, en sveitin hefur yfir að ráða góðu rými fyrir þá starfsemi.

Nýir félagar ávallt velkomnir!

Björgunarsveitin Ægir, sveitarfélagið Garður,
Mynd af fulltrúum björgunarsveitar og landhelgisgæslu við ásetningu ljóskers á gamla vitann í Garðinum.
Mynd af þyrlu landhelgisgæslu yfir gamla vitanum á Garðskaga með ljóskerið hangandi niður úr þyrlunni yfir vitanum.
Færðu mig upp fyrir alla muni!