3548

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Umferðaráætlun Garðs

Sveitarfélagið Garður hefur gefið út umferðaröryggisáætlun fyrir árin 2016-2020.

Sveitarfélagið og Samgöngustofa undirrituðu samning þess efnis að umferðaröryggisáætlun verði gerð fyrir sveitarfélagið, en Samgöngustofa hefur undanfarin ár hvatt sveitarfélög til að gera áætlanir um umferðaröryggi. VSÓ Ráðgjöf aðstoðaði Garð við þetta verkefni. Vinna við gerð áætlunarinnar stóð yfir frá janúar til júlí 2016.

Markmið með gerð umferðaröryggisáætlunar er að auka vitund forráðamanna sveitarfélaga og almennings um umferðaröryggismál.
Lagt er mat á núverandi stöðu umferðaröryggismála í sveitarfélaginu og lagðar fram tillögur til úrbóta. Verkefni eru mótuð úr þeim tillögum og þeim forgangsraðað. Lögð er áhersla á að rödd allra fái að heyrast og að hagsmunir allra vegfarendahópa séu teknir með.

Mikilvægur þáttur í þessari vinnu er myndun samráðshóps með helstu hagsmunaðilum. Í samráðshópnum voru fulltrúar frá grunnskólanum, leikskólanum, forvarnarstarfi, Vegagerðinni, Samgöngustofu, Lögreglunni á Suðurnesjum, Strætó Bs ásamt umhverfis- og tæknifulltrúa sveitarfélagsins og VSÓ Ráðgjöf sem starfaði með hópnum.
Umræður á fundi samráðshóps lögðu grunn að gerð áætlunarinnar þar sem staðkunnugir þekkja best hættur í umhverfinu og tóku fulltrúar í samráðshópnum þátt í að móta stefnu og markmið áætlunarinnar. Einnig var auglýst eftir ábendingum frá íbúum í Víkurfréttum og á heimasíðu Garðs. Áætlunin var einnig tekin til umræðu hjá bæjarráði sveitarfélagsins.

Áætlað er að umferðaröryggisáætlunin verði endurnýjað á fjögurra ára fresti. Fram að þeim tíma verði  ábendingum sem berast sveitarfélaginu varðandi umferðaröryggi safnað saman og þær skoðaðar. Jafnframt verði unnið að þeim úrbótum sem lagðar eru fram í þessari umferðaröryggisáætlun. Tveimur árum eftir útgáfu umferðaröryggisáætlunarinnar er gert ráð fyrir að samráðshópur fundi þar sem farið er yfir verkefnastöðu og nýjar ábendingar.

Færðu mig upp fyrir alla muni!