2874

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Skiphóll blað allra Garðmanna

Í upphafi var blaðið Skiphóll gefið út af I-listanum í Garði og var ritnefndin undir stjórn Magnúsar Gíslasonar sem var ötull við öflun efnis, bæði viðtala, greina og ljósmynda. Garðbúar kunnu vel að meta blaðið hvort sem þeir studdu I-listann eða ekki. Þótt I-listinn legðist af hélt Skiphóll áfram að koma út rétt fyrir jól, og er ávalt beðið með eftirvæntingu af íbúum í Garði, sem og af brottfluttum Garðmönnum.

Magnúsar Gíslason stýrði ritfefnd Skiphóls alla tíð eða þar til hann féll frá árið 2013. Guðmundur Magnússon tók þá við stjórn ritnefndar. Fjöldi einstaklinga eiga efni í blaðinu og er það styrkur þess hve margir hafa komið þar að. Miklar heimildir hafa safnast í Skiphól, bæði um menn og málefni. Þá er myndefni ríkulegt, Magnús hæfur myndasmiður og Guðmundur lærður kvikmyndagerðarmaður.Þannig eru þegar ómetanlegar heimildir í Skiphól, bæði í skrifuðum texta, frásögnum og ríkulegt myndefni. 

Blaðið er alla jafna unnið á síðustu mánuðum hvers árs og ráðgert að auglýsingar standi undir prentkostnaði. Blaðið er svo borið, endurgjaldslaust, í hús í Garðinum dagana fyrir jól.

Skiphóll kom út í 40. skipti í desember 2017 og verður von bráðar sett hér inn á heimasíðuna á PDF skráarformi.


Skiphóll 2017
Skiphóll 2016, Forsíða
Skiphóll 2015
Skiphóll jól 2014
Skiphóll 2013
Skiphóll, 2012
Skiphóll, 2011
Skiphóll, 2010
Skiphóll, 2009
Skiphóll, 2008
Skiphóll, 2007
Skiphóll, 2006
Skiphóll, 2005
Skiphóll, 2004
Skiphóll, 2003
Skiphóll, 2002
Færðu mig upp fyrir alla muni!