199

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Sjávarspendýr við Garð

Oft má sjá hvali og seli við Garðskaga. Landselir sitja tíðum uppi á Skagaflös eða Lambarifi. Útselir sjást stundum, oftast á sundi. Garðssjór er vinsæll til hvalaskoðunar og stundum má sjá hvalina (og hvalaskoðunarbátana) frá landi í góðum sjónauka. Höfrungategundin hnýðingur er algengastur og er oft mikið fjör í dýrunum. Hrefnur sjást reglulega og hnúfubakar eru alltíðir yfir sumartímann, sérstaklega í júlí. Háhyrningar eru sjaldséðir, en þeir eru algengari við Reykjanesvita.

 

Sjávarspendýr við Garð

toppur

Hnúfubakur

Hnúfubakur er stærstur þeirra hvala, sem sjást reglulega við Garðskaga. Fullorðið dýr er 13-17 m langt og vegur 25-40 tonn. Hnúfubakur er dökkur, oft með hvítt í sporðblöðkunni og gríðarlöng bægslin geta verið alhvít. Hyrnan gengur uppúr hnúði á bakinu og er hún lítil. Blásturinn er kúlulaga gufusúla, 3 m há.
Hnúfubakar gera sést allt sumarið í Garðsjó, en eru algengastir yfir hásumarið. Sjást stakir eða nokkrir saman, stundum kýr með kálf. Þeir lyfta sporðblöðkunni áður en þeir fara í djúpköfun. Hnúfubakurinn stekkur stundum og leikur sér á yfirborðinu.

toppur

Hnýðingur

Hnýðingur er algengasti höfrungurinn við Ísland. Hann er 21-23 m að lengd og 200-350 kg að þyngd. Snjáldrið er stutt og bakugginn langur og mjór. Hann er blásvartur með ljósari langrákum og blettum. Aftursveigð hyrna (bakuggi), bægsli og sporðblaðka dökk. Kviður er hvítur.
Hnýðingur er algengur á Garðsjó, sérstaklega síðsumars og um haustið. Stundum sjást hópar hnýðinga skammt undan landi. Þeir eru afar ærslafullir og sjást stundum stökkva aftur og aftur. Þeir leika sér oft við kinnung skipa.

toppur

Hrefna

Hrefna er algengasti hvalurinn við strendur landsins. Hún er smávaxnust  reyðarhvalanna, nær 10 m lengd og vegur 5-10 tonn. Hrefna er dökk á baki en ljós á kviði. Ljóst þverbelti er á bægslum. Hyrnan er aftursveigð, fremur há og staðsett við mitt bak.
Hrefnur Sjást annað hvort stakar eða í smáhópum í Garðsjó allt sumarið. Oftast sést aðeins bakið og hyrnan þegar þær koma upp til að anda. Þær er stundum forvitnar við skip og báta og eiga til að stökkva.

toppur

Landselur

Tvær selategundir kæpa við Ísland of er landselur sá minni þeirra. Hann getur náð 2 m lengd og orðið allat 150 kg að þyngd. Brimlarnir, karldýrin, eru stærri en urturnar, kvendýrin. Landselur er yfirleitt dökkur með þéttum, ljósum dílum eða gulgrár með þéttum dökkum dílum. Hann er ljósari á kviði. Liturinn er breytilegur eftir árstíma, kynferði, aldri, og hvort dýrið er blautt eða þurrt. Höfuð landsels líkist hundshaus, það er hnöttóttara og minna en hjá útsel og snjáldrið styttra.

Langselir eru algengir við Garðskaga og sjást þeir oft sitja uppi á Skagaflös eða Lambarifi eða á sundi úti fyrir.

toppur

Útselur

Útselur er talsvert stærri en landselur og getur brimillinn orðið nærri 3 m langur og 350 kg að þyngd. Urtan er talsvert minni eða á stærð við landselsbrimil. Hann er gildari að framan en landselur. Höfuðlagið er besta greiningareinkennið, minnir á hestshaus, stórt og nokkuð frammjótt. Útselir sjást stundum í sjónum við Garðsskaga og stöku selir sitja þar upp.

Færðu mig upp fyrir alla muni!