2537

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Nágrannavarsla

Garður hóf innleiðingu á nágrannavörslu í bænum um sumarið 2009 og var hún kynnt með kynningarbréfi til allra íbúa bæjarins.

Verkefnið var skipulagt þannig

Þegar byrjað var að innleiða nágrannavörslu var öllum íbúum bæjarins sent kynningarbréf, síðan var gengið í öll hús og þeir sem vildu vera með kvittuðu undir skjal varðandi það.
Síðan var verkefninu ýtt af stað og Íbúum eru afhendir límmiðar til að líma í rúður húsa sinna sem segja að í götunni sé nágrannavarsla.
Skilti var sett upp við innkomuna í bæinn sem gefur nágrannavörslu til kynna og voru það börn úr Gerðaskóla sem afhjúpuðu skiltið og fengu að gjöf húfur sem á stóð "Ég elska Garðinn"

Áætlað var að halda fundi árlega með íbúum og lögreglu til að ræða um nágrannavörslu. 

Nágrannavarsla er ein besta forvörn sem hægt er að grípa til gagnvart innbrotum, þjófnuðum og skemmdarverkum í íbúðarhverfum. Nágrannavarsla er ekki löggæsla heldur snýst hún um að íbúar standi saman og hafi auga með umferð um götuna sína.

Verði íbúar varir við grunsamlegar mannaferðir, t.d. við hús nágranna sem þeir vita að er fjarverandi, er þeirra hlutverk að hringja í 112 og gefa lýsingu á atburðinum.


Gagnlegar slóðir þar sem fjallað er um nágrannavörslu:

Nágrannavarsla, Garður, Garði
Færðu mig upp fyrir alla muni!