203

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Gróðurfar í Garði

Blómplöntur og fléttur

Nokkrar háplöntur vaxa helst í fjörusandi rétt ofan við fjöruna og eru oftast nefndar strandplöntur eða fjöruplöntur. Þær hafa flestar þykk og safarík blöð, þar sem þær geta safnað vatni, en vatn getur verið af skornum skammti í sandinum við efri mörk fjöru. Vatnið getur verið saltmengað og saltið sem plönturnar taka upp með rótunum getur skaðað þær. Með þynningu í vatnsmiklum blöðum er dregið úr hættunni. Hér eru sýndar algengustu fjöruplönturnar á Garðsskaga og jafnframt flétta, sem setur svip sinn á grjótgarðinn ofan fjörunnar.

toppur

Baldursbrá

(Matricaria maritima)

Baldursbrá (körfublómaætt) vex einkum við bæi og í þéttbýli, í vegköntum og í sand- eða malarbornum fjörum. Fræ dreifast væntanlega að einhverju leyti með sjónum um fjörurnar. Vex aðallega ofan sjóvarnargarðsins á Garðsskaga.

Blómstrar frá því í júní og fram eftir sumri.

 

 

Baldursbrá, Sea Mayweed
toppur

Blálilja

(Mertensia maritima)

Blálilja (munablómsætt) er algeng í sand- og malarfjörum allt í kringum landið. Hún vex hvergi langt frá sjó. Bæði blöð hennar og blóm eru bláleit. Blöðin blálilju eru þykk og blágræn, en blómin er smávaxin, heiðblá og vaxa í klösum.

Vex bæði ofan og neðan sjóvarnargarðsins. Blómstrar í júní.
 

Blálilja, Oysterplant
toppur

Fífill

(Leontodon autumnale)

Skarifífill (körfublómaætt) er algengur um allt land. Hann vex einkum í fremur mögru graslendi, jafnvel stundum í flögum. Skarifífillinn er algengur og áberandi með sínum gulu blómum, ofan sjóvarnargarðsins á Garðsskaga síðsumars, en hann blómstrar seint. Snemmsumars er ættingi skarifífilsins, túnfífillinn (Taraxacum spp.) ein algengasta blómplantan á sömu slóðum.

Fífill
toppur

Fjöruarfi

(Honckenya peploides)

Fjöruarfi (hjartagrasætt) hefur þykk og safarík laufblöð og vex í sandfjörum, og einstöku sinnum í sandi lengra frá sjó. Aldin fjöruarfans eru hnöttótt, og hefur hann af þeim fengið nafnið berjaarfi. Hann myndar kringlóttar breiður eða brúska, sem geta orðið allstórar.

Blómstrar í júní og fram eftir sumri.

 

Fjöruarfi, Sea Sandwort
toppur

Fjörukál

(Cakile arctica)

Fjörukál (krossblómaætt) er einær jurt sem vex í sandfjörum. Blómin eru hvít eða ljósblá, blöðin kjötkennd og fremur þykk og vel æt. Fræin fljóta vel og berast með sjónum á nýjar sandfjörur. Fjörukálið er algengast um vestanvert landið. Fjörukálið er algengasta blómplantan á Garðsskaga. Það vex á breiðu belti ofan við flæðarmálið. 

Blómstrar í júní og fram eftir sumri.
 

Fjörukál, Sea Rocket
toppur

Hrímblaðka

(Atriplex longfolia)

Hrímblaðka (hélunjólaætt) vex eingöngu í sjávarfjörum, í sandi eða möl. Hún er algeng allt í kring um landið og vex í sandi og uppreknu þangi á Garðsskaga. Blómin eru smávaxin, rauðleit, blöðin dökkgræn eða rauðfjólublá. Jurtin er alsett smáum, hvítum salthárum, sem gefa henni hrímgrátt yfirbragð. Blómstrar frá júní og út sumarið.

Hélublaðka er náskyld tegund og nauðalík.
 

Hrímblaðka
toppur

Kúmen

(Carum carvi)

Kúmen (sveipjurtaætt) er innflutt jurt, sem hefur náð fótfestu og ílenst um sunnanvert landið, það finnst aðallega sem slæðingur í túnum. Blómin eru hvít, smávaxin og sitja í sveipum, blöðin fjöðruð. Aldin kúmensins eru notuð sem krydd í bakstur og fleira. Miklar breiður af kúmeni eru í túninu við Garðsskagavitann.

Blómstrar snemma, í maí og júní.
 

Kúmen, Caraway, Garður
toppur

Melgresi

(Leymus arenarius)

Melgresi eða melur (grasætt) er stórvaxin grastegund sem vex á foksöndum, vikrum og í fjörusandi. Það er algengt í kring um landið, og er einnig víða á móbergssvæði hálendisins. Á foksandsvæðum myndar melgresið utan um sig sandhóla.

Á Garðsskaga er melgresi algengt kringum sjóvarnargarðinn.
 

Melgresi, Lyme-grass
toppur

Skarifífill

(Leontodon autumnale)

Skarifífill (körfublómaætt) er algengur um allt land. Hann vex einkum í fremur mögru graslendi, jafnvel stundum í flögum. Skarifífillinn er algengur og áberandi með sínum gulu blómum, ofan sjóvarnargarðsins á Garðsskaga síðsumars, en hann blómstrar seint.

Snemmsumars er ættingi skarifífilsins, túnfífillinn (Taraxacum spp.) ein algengasta blómplantan á sömu slóðum.
 

Skarifífill, Autumn Hawkbit
toppur

Tágamura

(Potentilla anserina)

Tágamura (rósaætt) er skriðul jurt sem myndar langar ofanjarðarrenglur. Hún vex gjarnan í sandi og sendnum jarðvegi, oft við fjöru og á sjávarkömbum. Hún er algeng allt í kring um landið, en sést oft lítið lengra frá sjó. Vex mest ofan sjóvarnargarðsins á Garðsskaga.

Blómin eru gul og blöðin silfruð. Blómstrar í júní.
 

Tagamura, Silverweed
toppur

Veggjaglæða

(Xanthoria parietina)

Veggjaglæða eða veggjaskóf (glæðuætt) er algeng þar sem úthafsloftslag er mest á landinu. Hún er mjög útbreidd á Suður- og Vesturlandi, en finnst aðeins á ystu annesjum á Norður- og Austurlandi. Hún vex á klettum og steinum, steyptum veggjum og staurum, gjarnan þar sem fuglar sitja. Í fuglabjörgum getur hún litað heila klettaveggi. Hún er algeng á Garðsskaga.

Færðu mig upp fyrir alla muni!