218

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Gönguleiðir í Garðinum

Frá gamla vitanum á Garðskaga liggja skemmtilegar gönguleiðir. Ef gengið er í áttina að Sandgerði er gengið í hvítum sandi að Hafurbjarnastöðum en þar fundust kuml með vopnum og skrautmunum. Rétt hjá Hafurbjarnarstöðum liggur hinn mikli Skagagarður að Útskálum, en talið er að Garðurinn dragi nafn sitt af honum.

Vinsælt er að ganga með fjörunni að uppsátrinu á Lambastöðum. Þar er sjóhús sem tilheyrir byggðasafninu og var gert upp árið 2009. Með allri ströndinni frá Garðskaga í áttina að Leiru eru margar sögulegar minjar um sjósókn og mannlíf fyrri tíma. Það verður að teljast til fyrirmyndar að búið er að merkja margar minjar um húsastæði og lendingarvarir í Garði. Veg og vanda af því höfðu Guðmundur Garðarsson og Vilhelm Guðmundsson.                       

Nýlega lauk gerð malbikaðs göngustígs frá Nýjalandi að Garðskaga.

Stígurinn kemur til með að auka öryggi gangandi vegfarenda út á Skaga, en umferð gangandi og hjólandi fólks er þó nokkur á þessum slóðum, þar sem Garðskaginn er mjög vinsælt útivistarsvæði.

Sveitarfélagið Garður fékk úthlutað styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til framkvæmda við Söguslóð frá Garðskaga að Útskálum. Um er að ræða fullfrágenginn göngustíg með aðgengi fyrir alla. Á komandi árum verður lögð áhersla á að styrkja samgönguleiðir fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur ásamt reiðvegum fyrir hestamenn.

Myndasafn hér fyrir neðan af helstu gönguleiðum í Garði.

 

 

Gönguleiðir í Garðinum, sjávarkambur, Gerðahverfið, í Gönguferð
Gönguleiðir í Garðinum, sjávarkambur, hvílt sig í gönguferð með hundana
Gönguleiðir í Garðinum, sjávarkambur, Garðskagi, Garðskagaviti
Útskálavör, Útskálar, skilti, Gönguferð með sjávarströndinni,
Færðu mig upp fyrir alla muni!