3850

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Störf í vinnuskóla sumarsins.

30. apríl

Nýtt sameinað sveitarfélag auglýsir eftir starfsfólki í vinnuskóla sumarsins. 
Leitað er eftir fyrirmyndar og áreiðanlegum ungmennum.

Flokkstjórar vinnuskóla.
Auglýst er eftir ungmennum, 20 ára og eldri, í flokkstjórn í vinnuskóla.
Um er að ræða ellefu vikna sumarstarf frá 16. maí fram til 17. ágúst.
Flokksstjórastarfið felst í að stjórna starfi hóps nemenda vinnuskólans, leiðbeina nemendum og fræða um rétt vinnubrögð, halda um mætingar og ástundun nemenda og vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum.
Umsóknarfrestur til 10. maí.

Ungmenni á framhaldsskólaaldri.
Um er að ræða minnst sjö vikna sumarstarf sem vinna má á tímabilinu 22. maí - 17. ágúst í sumar.
Auglýst er eftir ungmennum til að sinna fegrun á útisvæðum bæjarfélagsins.
Umsóknarfrestur til 10. maí.

Nánari upplýsingar veita forstöðumenn vinnuskólans Guðbrandur J. Stefánsson og Rut Sigurðardóttir á netföngin gudbrandurjs@svgardur.is og rut@sandgerdi.is

 

 

 

     

    Mynd af vinnuskólakrökkum í Garði, sumarið 2017
    Mynd af krökkum í vinnuskóla Sandgerðis, sumarið 2017
    Færðu mig upp fyrir alla muni!