3817

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Rokksamspil tónlistarskólans rokkaði feitt í Eldborg

5. mars

Rokksamspil tónlistarskólans fékk Nótuverðlaun fyrir framúrskarandi tónlistarflutning í opnum flokki á lokahátíð Nótunnar uppskeruhátíð tónlistarskóla 2018. Lokaathöfnin fór fram í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 4.mars. Einnig var hljómsveitin valin úr hópi verðlaunahafa til að endurflytja lagið sitt á lokahátíðinni ásamt tveimur öðrum atriðum sem er mikill heiður fyrir skólann.

Þetta er fimmta Nótan sem nemendur úr Tónlistarskólanum í Garði fá á Nótunni frá því að Nótan byrjaði árið 2009 og erum við afar stolt af því. 

 

Við óskum þeim Alexander, Helga, Hólmari Inga og Magnúsi Fannari og öllum Garðbúum til hamingju með þennan árangur.  

Nótan 2018
Nótan 2018 - hljómsveit
Nótan 2018 - verðlaunahafar
Færðu mig upp fyrir alla muni!