3809

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Rokkhljómsveit tónlistarskólans á Nótunni 2018, í Hörpu.

19. febrúar

Rokkhljómsveit tónlistarskólans í Eldborg í menningarhúsinu Hörpu.

Rokkhljómsveit Tónlistarskólans í Garði fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi flutning á svæðistónleikum Nótunnar fyrir Suðurland-Suðurnes og Kragann síðastliðinn laugardag í Salnum Kópavogi.  Strákarnir fluttu lagið Watermelon Man eftir Herbie Hancock.  Hljómsveitina skipa Alexander Franzson trommur, Helgi Líndal Elíasson gítar, Hólmar Ingi Sigurgeirsson gítar og Magnús Fannar Birgisson bassa.

Með frábærri frammistöðu sinni unnu strákarnir sér inn þátttökurétt á lokahátið Nótunnar sem verður haldin 4. mars í Eldborgarsal Hörpu.

Takið daginn frá og fjölmennum í Eldborg þann 4. mars og hvetjum okkar menn.

 

 

 

 

Mynd af hljómsveit TG á Nótunni 2018
Færðu mig upp fyrir alla muni!