3863

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Malbiksframkvæmdir við Heiðarbraut

22. maí

Kæru íbúar Heiðarbrautar og aðliggjandi gatna Heiðarbrautar.

Eins og er vitað er ástand malbiksyfirlagnar á Heiðarbraut afar bágborið og hefur sveitarfélagið ákveðið að gera umtalsverðar betrumbætur á því. Lagt verður nýtt malbik á Heiðarbraut allt frá gatnamótum við Garðbraut og langleiðina að Grímsholti.

Við þær framkvæmdir mun Heiðarbraut verða alfarið lokuð fyrir umferð frá um kl. 9:00 til 18:00 á morgun miðvikudaginn tuttugasta og þriðja maí (23.05.18) ef veður leyfir.

Íbúar sem þurfa að leggja leið sína um götuna á fyrrgreindum tímum eru vinsamlegast beðnir um að gera viðeigandi ráðstafanir svo komast megi hjá töfum og vandræðum. Neyðaropnun verður á suðurenda Heiðartúns þar sem mögulegt er að komast yfir göngustíg inn á Birkitún.

Með því fyrirkomulagi að loka allri götunni má tryggja mun hraðari verktíma sem orsakar eins stuttan lokunartíma og ónæði sem mögulegt er.

Vonast er til að íbúar bregðist vel við og sýni þessu ónæði bæði skilning og velvilja.
Sé nánari upplýsinga óskað er bent á að hægt er að hafa samband á bæjarskrifstofuna á opnunartíma í síma 422-0200 eða í beint númer umhverfisfulltrúa sveitarfélagsins í síma 899-7505.

Með þökkum
Einar Friðrik Brynjarsson
Umhverfisfulltrúi Garðs

 

 

 

Loftmynd af heiðarbraut í Garði.
Færðu mig upp fyrir alla muni!