3830

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Klósettið er ekki ruslafata

22. mars

Á hverjum degi fáum við gríðarlegt magn af rusli í fráveitukerfið okkar.

Þetta rusl veldur stíflum í kerfinu sem veldur miklu tjóni ásamt að mikilvinna og kostnaður felast í því að hreinsa og losa þetta.Með því að minnka magn óæskilegra hluta/efna sem við sendum í fráveituna getum við bætt ástandið verulega.
Klósettið er ekki ruslafata, notum það rétt!

Blautþurrkan er þarfaþing og fín í marga hluti. Það er ekki fyrr en í framhaldslífinu sem hún byrjar að gera óskunda. Blautþurrkur leysast nefnilega illa upp og geta valdið tjóni ef þeim er hent í klósettið. Rör geta stíflast á heimilum með tilheyrandi vatnstjóni og kostnaði við viðgerðir.

Við bendum sérstaklega á að þó sumir framleiðendur taki fram á umbúðunum að blautþurrkurnar þeirra megi fara í klósettið þá er það ekki rétt.

Við beinum eindregið til fólks að henda alls ekki blautþurrkum í klósettið.

Þetta á að sjálfsögðu við um fleiri hreinlætisvörur.

Skýringarmynd um hluti sem ekki eiga að fara í klósett.
Færðu mig upp fyrir alla muni!