2749

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Jónsmessuganga á Þorbjörn

Laugardagskvöldið 23. júní munu Bláa Lónið og Grindavíkurbær bjóða upp á hina árlegu Jónsmessugöngu á fjallið Þorbjörn. Gangan hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hér er um að ræða skemmtilega afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Lagt verður af stað frá sundlaug Grindavíkur kl. 20.30 og er áætlað að gangan taki um þrjár klukkustundir. Hópstjóri verður með í för.

Þegar á toppinn er komið mun Jónsi og Einar í hljómsveitinni í Svörtum fötum skemmta með söng og spili við varðeld. Göngunni lýkur við Bláa lónið sem verður opið til klukkan 01.00 eftir miðnætti í tilefni göngunnar. Þar verður boðið upp á lifandi tónlist og þátttakendum boðið upp á Blue Lagoon kokteil.

Enginn þátttökukostnaður er í gönguna en þátttakendur greiða aðgang í Bláa lónið.

Kynnisferðir verða með sætaferðir til Grindavíkur frá BSÍ klukkan 19.30 og SBK kl. 20.00 frá Reykjanesbæ. Sætaferðir frá Bláa Lóninu verða til Grindavíkur, Reykjanesbæjar og Reykjavíkur kl. 01:00.

Nánari upplýsingar veitir: Lóa B. Magnúsdóttir
loa@bluelagoon.is
Beinn sími: 420 8817

Þjóðhátíðardagurinn heilsaði okkur Garðbúum með mildu veðri og dálítilli gjólu. Hátíðardagskrá hófst í og við íþróttamiðstöðina í Garði kl. 14.00 og var sem hér segir:
Kristbjörg Eyjólfsdóttir flutti hátíðarræðu. Í erindi sínu fjallaði hún um gildi félagasamtaka fyrir bæjarfélag eins og Garðinn, en virk og öflug félagasamtök eru nauðsynleg hverju bæjarfélagi því við njótum öll góðs af starfsemi þeirra á einn eða annan hátt
Jófríður Ákadóttir hyllti íslenska fánann og gerði það með sóma
Thelma Dögg Ægisdóttir flutti ávarp fjallkonu og las ljóðið “Úr Íslendingadagsræður” eftir Stefán G. Stephansson. Thelma var glæsileg í búningi fjallkonunnar og skilaði sínu hlutverki vel
Una María Bergmann flutti ávarp nemenda 10. bekkjar Gerðaskóla sem nú eru útskrifuð frá skólanum. Una ræddi um framtíð þessa unga fólks sem nú þurfa að taka ákvörðun um framhaldið og hvert þau vilja stefna. Hún líkti sér og samnemendum sínum við unga sem eru að taka sín fyrstu sundtök og vonandi bíður þeirra björt framtíð
Töframaðurinn Jón Víðis var næstur á svið. Hann náði vel að hrífa yngstu áhorfendurna með sér, sýndi þeim bæði svindl-töfrabrögð sem krakkarnir voru fljót að sjá í gegn um, og svo alvöru töfrabrögð sem þau áttuðu sig ekki á hvernig voru framin
Félagar frá Félagi harmónikkuunnenda á Suðurnesjum stigu næstir á stokk og brugðust ekki áhorfendum frekar en fyrri daginn. Þegar þeir hófu sinn hljóðfæraleik, var opnað fyrir kaffisölu sem nemendur 10. bekkjar Gerðaskóla og foreldrar þeirra stóðu fyrir. Kaffihlaðborðið var glæsilegt að vanda og nutu gestir þess að fá sér kaffi og með því undir dillandi harmónikkutónlistinni
Nemendur frá Tónlistarskólanum í Garði voru með tónlistaratriði og sýndu þar og sönnuðu, að þeir eru tónlistarmenn á uppleið. Það voru þeir Jón Árni Jóhannsson á gítar, Björn Ágúst Hansson á trommur og Hrafnkell Þórisson á bassa
Tvíburasysturnar Ásthildur og Jófríður Ákadætur léku fyrir gesti þrjú lög á klarínett og trompet. Þær hafa verið í tónlistarnámi frá barnsaldri og eru einnig tónlistarmenn á hraðri uppleið
Söngvarakeppnin sem slík, var felld niður þar sem of fáir keppendur höfðu skráð sig í keppnina. Tvær af skráðum keppendum, þær Margrét Edda Arnardóttir og Ljiridona Osmani, sungu sitt hvort lagið með hljómsveit hússins og fengu viðurkenningarpening að launum
Hljómsveit hússins, Hljómsveitin “Afgangarnir” (áður G+) endaði svo dagskrána með nokkrum vel völdum lögum. Hljómsveitina skipuðu þeir: Ólafur Torfason, Addi Marínós, Hlynur Þór Valsson og Brynjar Helgi Brynjólfsson

Fyrir utan íþróttamiðstöðina var Unglingaráð Víðis með pylsusölu, þar var einnig Katrín Kristbjörnsdóttir með andlitsmálun gegn vægu gjaldi. 10. bekkur Gerðaskóla hafði umsjón með hoppukastala, leikbásum og bílalest svo það var ýmislegt um að vera utan dyra einnig.
Um klukkan 16.30 voru gestir farnir að yfirgefa svæðið, vonandi sáttir með hátíðarhöldin.
Jóhanna Kjartansdóttir
Ritari þjóðhátíðarnefndar

Saga Keflavíkurkirkju er mjög áhugaverð og tengist sögu Keflavíkur, ýmislegt gekk á við byggingu kirkjunnar og komu margir að því verkefni.
Bjartsýnir íbúar fyllast vonleysi og kaupmenn hlaupa undir bagga, þetta og ýmislegt fleira verður farið yfir í göngu sunnudaginn 24. júní sem hefst kl 18:00 við Keflavíkurkirkju.
Gengið verður um gamla bæinn og farið yfir sögu kirkjunnar og einstakra kaupmanna í Keflavík á 19. öld.
Gangan tekur 1 klst og er við allra hæfi. Gengið verður til gagns og gleði
Gangan endar við Keflavíkurkirkju þar sem sungin verður messa að þeim hætti sem var í árdaga kirkjunnar.
Þjóðlegar veitingar verða í boði að messu lokinni.
Leiðsögumaður Rannveig L. Garðarsdóttir og prestur er sr. Skúli S. Ólafsson

Menningar- og sögutengd ganga og fræðsla um Garð (um 1. - 2. tíma ferð) í boði Sveitarfélagsins Garðs.
Gangan hefst við Útskálakirkju kl. 11:00, laugardaginn 30. júní. Gangan er liður í dagskrá Sólseturshátíðarinnar í Garði. Gengið verður um kirkjugarðinn og fjallað um sr. Sigurð B. Sívertsen sem var prestur á Útskálum í hálfa öld. Í ár eru 120 ár liðin frá láti hans. Gengið verður að Skagagarðinum sem talinn er vera allt að 1000 ára og er enn greinanlegur. Gengið að Draughól og letursteinn skoðaður. Þar gæti verið kominn steinn yfir leiði Kristjáns skrifara og manna hans

Færðu mig upp fyrir alla muni!