3852

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Hreinsum Ísland

3. maí

Norræn strandhreinsun á Reykjanesi laugardaginn 5. maí 2018.

Laugardaginn 5. maí fer fram Norræn strandhreinsun og á Íslandi verður áherslan lögð á Reykjanesið.  Að þessu standa Landvernd og Blái herinn, ásamt umhverfisverndarsamtökum á öllum Norðurlöndum.  Í átakinu Hreinsum Ísland, sem nú er í gangi, verða m.a. hreinsaðar strandlengjur í öllum sveitarfélögum á Reykjanesi.  Laugardaginn 5. maí verða tvær skipulagðar strandhreinsanir  á Reykjanesinu, í fjörunni sunnan Garðskaga og í Þórkötlustaðafjöru austan við Grindavík.

Í Garðskagafjöru er fjölskyldufólk sérstaklega velkomið og eru sem flestir hvattir til að taka þátt.  Hreinsunin hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 16:00, þá er öllum boðið í lokahóf með léttum veitingum í Gjánni við Íþróttamiðstöð Grindavíkur.

Nánari upplýsingar koma fram í fréttatilkynningu sem Landvernd hefur sent frá sér.

Mynd Landverndar af Reykjanesskaga um norræna strandhreinsun.
Færðu mig upp fyrir alla muni!