3860

 

 

Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað.
- Vettvángur dagsins.

 

 

 

 

 

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Innskráning

Heiðarbyggð og Suðurbyggð hlutu flest atkvæði

11. maí

Talning atkvæða í fyrri umferð rafrænnar skoðunarkönnunar um nafn á Sameinað sveitarfélag Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs fór fram í hádeginu í dag. Á kjörskrá voru 2.692 og greiddu 535 atkvæði eða 20%. Athygli er vakin á því að á kjörskrá eru allir íbúar með lögheimili í Sandgerði og Garði, fæddir 2001 eða fyrr, óháð þjóðerni og lengd búsetu.

Niðurstöður voru eftirfarandi:

Heiðarbyggð 275 atkvæði / 51,4%

Suðurbyggð 125 atkvæði / 23,4%

Útnesjabyggð 81 atkvæði / 15,1%

Nesjabyggð 30 atkvæði / 5,6%

Ystabyggð 24 atkvæði / 4,5%

Í síðari umferð verður valið á milli nafnanna Heiðarbyggð og Suðurbyggð. Einnig hefur verið bætt við þeim möguleika að skila auðu.

Opnað hefur verið fyrir atkvæðagreiðslu á sameining.silfra.is og mun atkvæðagreiðsla standa yfir til kl. 23:59 þann 17. maí.

 

Mynd af kosningavef nafnakosningar í Garði og Sandgerði
Færðu mig upp fyrir alla muni!